Vá hvað þetta styttist...
Ég og Steini fengum þessa yndislegu kertalukt í jólagjöf í fyrra frá barnabörnum þó ég sé að brasa í þessu flesta daga á árinu þá hlýjar þetta mér alltaf um hjartaræturnar að þau skulu gefa okkur kertaljós. Gjafir þurfa nefnilega ekki að vera stórar til að gleðja. Við
erum alltaf í kapphlaupi við að gefa aðeins meira en síðast og höldum að það sé það sem skiptir máli, en svo er ekki við finnum það sjálf á eigin skinni hvað það er gott að fá heimagert nammi, eða fallegt kort sem er persónulegt hversu mikið það gerir. Í dag eiga allir allt, man þá tíð að amma gaf mér steikarspaða og sleif, mér fannst þetta æðislegt ný byrjuð að búa og átti lítið sem ekkert í eldhússkúffunum.
📷
Jæja nóg um þetta ég verðum á mínum stað í Töfraljósum að pakka kertum og taka til pantanir sem fara á póstinn á morgun. En á morgun tekur svo Steini við að sinna Gallerýinu hér því ég verð ekki til taks næstu 3 daga. Er að skreppa í smá viðhald sem ég geri á 4 vikna fresti, kem svo spræk inn á föstudaginn, en verð viðloðandi á fimmtudaginn svona eftir getu. Þanngað til næst
kær kv. og knús, Helga í Töfraljósum
Kommentare