top of page

Sumarið fer að birtast....

Við erum farin að hugsa í sumarilmum þó úti sé myrkur og snjór.

Restina af Ugly kertunum uppí hillur, en við erum hætt þeirri framleiðslu, því það tekur of mikinn tíma að hreinsa krukkurnar til að gera þær söluhæfar og við höfum einbeitt okkur að stórum útikertum sem verða með sítrusilm og nýtum afgangsvaxið í þau.


Við munum fjölga glasakertum fram á vorið. Þetta verða fleiri kokteililmir sem eru vinsælir og gera góða kvöldstund betri.



Ég er í smá pásu frá framleiðslu þar sem ég fór í aðgerð á öxl og má lítið (ekkert) vinna.

En var búin að byrgja mig vel upp svo það er enginn skortur á kertum hjá okkur. Svo viljum við minna á að kertin okkar eru til sölu í Made in Ísland við hliðina á Lyfju og fyrir þá sem renna við á Selfossi þá er Skalli og KFC í næsta húsi, svo eru aðrir söluaðilar eins og Gjafir Jarðar , Hæll og Tá Fáskrúðsfirði , svo og Klassík á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt.


Í dag er sól í heiði hér sunnanlands, og ég því í bjartsýniskasti. Var að fá senda geggjaða ilmi í brúnu krukkurnar þannig að mig klæjar að byrja að fylla á þær... enn...... helv... öxlin stoppar mig:)

Já stundum er þetta svona að það þarf að bíta á jaxlinn.


Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum





Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page