top of page

Sumar og sól....

í hjarta, það er það sem skiptir máli, eftir veturinn sem ýmsum hefur fundist erfiður er gott að setja sig í smá Pollýönnuleik og njóta sumarsins þó það sé ekki eins og við vorum að vona í byrjun. Lífið hefur upp á svo margt að bjóða, og með sól í hjarta er hægt að takast á við svo margt.


 

Við höfum verið að bralla margt og njóta hér heima, vegna vissra aðstæðna þá er ég í hálfgerðri sóttkví, en get samt haldið kertagerðinni opni. Þó ekki hefði verið fyrir Covid þá hefði ég þurft að haga mér eins :)

En fyrirbragðið þá hef ég leyft mér að gera fleira en kerti, og það gerir hugann frjórri og ég nýt þess.


 

Við höfum ekki bætt við af ilmum vegna þess að við höfum verið stopp með að flytja inn ilmina og annað sem við höfum þurft, vegna erfileika að koma þeim til okkar á litlu eyjunna okkar. Og okkar markmið er að halda verðinu niðri og ekki láta flutningskostnað keyra upp verðið. Svo við erum orðin uppskroppa með vissa ilmi, en nóg samt til ennþá:) Sumir myndu segja að það væri samt valkvíði sem tæki við þegar komið er inn í Gallerýið okkar :)


 

Við viljum minna á Ugly kertin fyrir þá sem stefna á útilegur en þau koma sér vel þegar setið er úti við og mýið að gera mann brjálaðan :) tala af reynslu :)


Þangað til næst, kær kveðja, Helga í TöfraljósumComments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page