top of page

Smá leikur settur í gang :)

Við höfum ákveðið að skella í smá leik, og hann ekki af verri endanum, en við ætlum að setja alla í pott sem versla í gegnum vefverslunina okkar. Af hverju núna jú við viljum hvetja ykkur til að versla þar því þá getum við tekið til pöntuninna og hvort sem þið sækið eða látið senda ykkur þá er þetta öruggasta leiðin fyrir mig og þig að verða ekki fyrir smiti við að meðhöndla peninga og/eða vöruna hér á staðnum.

Verðlaunin eru ekki af verri endanum en það eru Aðventukerti 4 stykki og verða afhent viku fyrir aðventuna sem er nú 27. nóvember. Þetta eru eins kerti og eru á myndinni hér til hliðar, nema fjólublá. 

Munum við erum öll almannavarnir og því er gott að geta lagt sitt af mörkum við að vernda viðkvæma einstaklinga.


Og slagorðið "Veljum íslenskt, láttu það ganga" á svo sannarlega við í dag því ef við styðjum ekki við efnhagskerfið okkar á landinu þá gerir það enginn. 

En þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page