Skrítnir Páskar framundan....
Þessi skrítna tíð virðist ekki vera á undanhaldi, við þurfum að vera meira og meira á varðbergi eftir því sem meira smit greinist í umhverfinu í kringum okkur. Þessi hátíð sem er framundan verðu bara í myndaformi og talað við fjölskyldu og vini í gegnum alskonar forrit á símanum og tölvunni. Já þetta gleymist sjálfsagt seint hjá þeim sem eru að upplifa þetta, og við horfum til baka til forfeðra okkar sem lifðu kreppuna 1929, við erum sjálfsagt að sjá svipaða hluti gerast núna í atvinnulífinu. Sem segir okkur að við höfum ekkert lært af henni, við héldum að við værum á gullöld sem allt væri hægt og ekkert gæti fellt okkur. En móðir náttúra er söm við sig og ef við stígum of fast á hana þá svarar hún til baka.
En hvað um það við höldum áfram að framleiða, og nú erum við að gera Ugly kertin okkar fyrir sumarkomu þessi kerti fæla mý og eru nauðsynleg þar sem þessi lífsnauðsynlegu kvikindi gera okkur mannfólkinu lífið leitt.
Þessi kerti koma í ýmsum litum en eiga það sameiginlegt að hafa sterkan sítrónuilm.
Svo eigum við Lavender kerti í glösum sem eru góð innandyra fyrir gegn lúsmýi.
Við óskum öllum góðra Páska í inniverunni og munið að hlýða Víði, og við koumst frá þessu eins vel og hægt er með þríeykið okkar í farabroddi.
kær kveðja Steini og Helga í Töfraljósum
تعليقات