Skráið ykkur á póstlistan okkar!
Við erum að fara af stað með alskonar afslætti sem eingöngu verða eingöngu fyrir þá sem eru á póstlistanum okkar og þá sem koma til okkar á Fossheiðina. Svo það er um að gera að fylgjast grannt með okkur, þessi tilboð eru aðeins í stuttan tíma en eru því betri.
Allt er þetta gert til að halda uppá að við erum 20 ára og eru stolt að hafa haldið okkar sérstöðu í öll þessi ár. Þeir sem þekkja okkur þá er mjög sjaldan sem við erum með tilboð kertunum okkar enda höfum við reynt að halda verðinu í hófi og ekki mikið svigrúm til að gefa afslátt.
Um síðustu helgi var afsláttur til Póstlistafólksins okkar og það umtalsverður "keypt 3 kerti og borgað fyrir 2". Við munum halda áfram þessari afmælisveislu og þá er aðeins þeir sem eru á póstlistanum sem njóta þess.
Við fengum nýja ilmi um daginn og nú er verið að prufa þá og munu þeir koma fljótlega á síðuna.
Við ákváðum að bjóða uppá tvo ilmi í jólatrésilmnum, annaða furuilm og svo hefbundinn greniilm. Fyrir mér er furan meiri jólailmur, en það er ekki allir sammála mér sem betur fer :)
Þessi kerti verða til í byrjun aðventu og vonandi verðum við þá komin með gjafakassa fyrir þau eins og í fyrra
Minnum á að við erum með 10% afslátt fyrir eldir borgara og er nóg að framvísa skirteini frá eldri borgara félögum víðs vegar um landið.
Við biðjum bara að heilsa í bili,
kær kveðja, Helga í Töfraljósum
Comentarios