top of page

Söluaðilar Töfraljósa eru :

Gjafir Jarðar á Laugarveginum, Fittnessbilið í Hveragerði,Skálinn á Stokkseyri, Fótaðgerðastofan Hæll og Tá á Fáskrúðsfirði.

Svo er nýr söluaðili á Akureyri,

Innrömmun og Handverk

á Draupnisgötu 1.


Þegar vestar kemur er Húnabúðin á Blöndósi.


Vil ég endilega benda Sunnlendingum, Austfirðingum og Norðlendingum að nýta sé þessa söluaðila, að versla heima í héraði er það besta sem þú gerir fyrir þitt nærsamfélag til að halda þjónustustigi í sveitafélögunum.


 

Af kertagerðinni og mér er það að segja að við höfum nóg af kertum í þessu skammdegi sem er hjá okkur núna og við njótum þess að gleðja ykkur með allskonar ilmum og litaúrvalið er margbreytilegt. Í Jólailmunum höfum við haldið okkur við rautt og grænt í gegnum árin en ef það eru aðrir litir sem þér langar í þá er um að gera að senda okkur fyrirspurn, við höfum gaman að gera kertin í öðru en því sem við köllum "hefbundið" 

Það er ekki meira þennan morguninn, en nú er að halda áfram að fylla á hillur, af kertum sem eru tilbúin i að fá fötin sín :)

Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum


Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page