top of page

Nú styttist dagurinn


Töfraljós Ilmkertagerð
Helga í Töfraljósum

Nú er Frú Anna í Hruna búin að fá kertasendingu sem kemu í hús til hennar í dag. Já nú geta Austfiðingar glaðst og fengið sér bíltúr í ævintýraheiminn hennar Frú Önnu :)


Já það styttist í annan endan á þessu sumri okkar, ágúst nálgast með ógnahraða, þá er yndislegt að sitja úti með kertaljós og njóta.

Við erum á fullu að prufa okkur áfram með mismunandi blöndur af ilmum.


Það nýjasta hjá okkur á vefsíðunni er samt lítil glös með Sjávardraumi, þau eru vinsæl hjá sólarlandaförum því oftar en ekki er lyktin semfylgir oft herbergjum í sólarlöndum raki og ólykt á baðherbergjum en með Frískari þá er hægt að deyfa og jafnvel koma alveg í veg fyrir að fötin séu angandi af rakalykt. Þá er gott að setja t.d. þvottapoka eða tusku í skápanna sem er búið að spreyja með þessu undraspreyi.


Ég sjáf nota það mikið í bílinn hjá mér því oftar en ekki er ég með hundanna mína með mér og þetta sprey tekur alla hundalykt úr bílnum.

Jæja þangað til seinna, kær kveðja, Helga í Töfraljósum


Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page