top of page

Næsta stopp

Er á HSU þar verð ég næstu 3 daganna þ.e. Frá 13 - 15 feb. Já er á leið í viðhald eins og ég kalla það. Stundum finnst manni lífið erfitt og þetta er bæði erfitt og gott. Ég er með sjaldgæfan taugasjúkdóm og með þessari inngjöf sem ég fæ gerir mér fært að lifa nokkuð eðlilegu lífi milli gjafa. Ég dreg mig til hlés þegar nálgast gjöf því þá fer ég að vera óstyrk á fótunum og þarf að vanda mig þegar ég tala allt á þetta til sýkingar að rekja eftir að hafa innbyrgt sýkt kjöt frá Danmörku og það tók langan tíma að fá til landsins sýklalyf sem virkuðu. Þetta var sýking sem við sjáum að læknar hræðast enda full ástæða. Að berjast við afleiðingarnar árum og áratugum saman kostnaður fyrir sjúkling og heilbrigðiskerfið.

Svo ráðlegging mín til þín veljið íslenskar landbúnaðarvörur þær eru mun öruggari en landbúnaðarvörur sem eru innfluttar.

þangað til næst kær kv. Helga

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive