Jólin horfin úr hillunum hjá okkur.
Við erum að fylla á það sem vantaði hjá okkur yfir jólin af hefbundnu kertunum okkar, eins erum við að gera kerti fyrir Bóndadaginn og Konudaginn, sumir halda uppá Valentínusardaginn, og við erum líka undirbúin fyrir þann dag.
En við erum að spá í hvort það sé markaður fyrir því að koma með allskonar blöndu með Vanilluilm, eins t.d Vanilla/lavender, Vanilla/appelsína, Vanilla/mynta, ef ykkur líst eitthvað á þetta þá endilega sendið okkur póst á tofraljos@gmail.com .
Hér eru myndir frá okkur og breytingarnar sem voru gerðar í morgun til að fjarlægja jólin :) en við komum með vor og sumarkertin fljótlega upp í hillurnar. við látum vita af því þegar nær dregur, og endilega skráið ykkur á póstlistan aldrei að vita nema við sendum út tilboð með ferskum sumarkertum :) sem verður þá eingöngu fyrir póstlista fólkið okkar.
Þangað til næst kær kveðja, Helga í Töfraljósum
Comments