top of page

Jólasnjórinn er að mæta um allt land

Við fengum loksins smá smjörþef af snjó hér á suðurlandinu, ekki var það mikið sem betur fer segjum við en nóg til að birta upp þetta svartasta skammdegi sem er að mæta nú í desember.


Hér er opið má segja megnið af sólahringnum, hægt er að hafa samband og koma til okkar á kvöldin eftir kl. 19.00 sumir vilja fá að taka sinn tíma í að velja gjafir handa sínum og við erum alltaf tilbúin að sinna okkar fólki. Við viljum benda á að þeir sem koma hér í galleríð og eru eldri borgarar fá 10% afslátt af verðinu hér hjá okkur, en þar sem við getum ekki séð á fólki hvort það sé komið á þennan yndislega aldur, biðjum við þá að láta okkur vita.


 

Við höldum áfram að gera ilmkerti fyrir jólin, en brátt förum við í að spá í vormánuðinna, og þá koma fleiri gerðir af kertum inn eins og hjörtun okkar vinsælu, en þau eru eingöngu gerð í janúar og febrúar, það er töluvert maus að gera þau og við viljum frekar taka tíman í þau þegar ekkert álag er á mannskapnum hér.


Gleðilega Aðventu, þanngað til næst kær kveðja Helga

Hozzászólások

0 csillagot kapott az 5-ből.
Még nincsenek értékelések

Értékelés hozzáadása

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page