top of page

Jæja þá kemur í ljós....

um næstu helgi hvernig ykkur líst á þessa elsku sem situr á bakvið tölvuna og ritar þessar línur.

En meira um það síðar.

Við erum að reyna fullkomna lúkið á lúxus kertum sem við vorum að gera, en þau eru með annað vax en við erum vön að nota en eftir að hafa gert prufur þá erum við mjög ánægð með útkomuna. þessi kerti verða gerð í mjög fáum eintökum því þau eru gerð úr vaxi sem heitir kókosvax. Við tókum lítið af þessu vaxi vegna þess hversu dýrt það er en vildu prufa, við urðum ekki fyrir vonbrigðum


Við að sjálfsögðu gerðum kertin í uppáhaldskrukkurnar okkar frá Örnu sem eru undan bláberjajógúrtinum.Svo erum við að klæða þær í föt.


Þessi kerti hafa mjög mildan og góðan heitan ilm búið er að prufa tvo ilmi, og báðir koma vel út.


En þar sem kerti í glösum er ekki okkar aðall þá er þetta alltaf ævintýri hjá okkur og þeir sem þekkja til vita þetta er ekki gert nema tími sé á lausu sem oftast er í janúar og febrúar meðan þið eruð að klára jólakertin. 

Seinna í vikunni koma svo inn ilmir sem ég var að fá aftur en það eru Ylang Ylang og Nag Champa og bætast þeir í flóruna sem heitir Slökun. En sú kertalína er sérstaklega ætluð þeim sem stunda hugleiðslu og Yoga en margir hafa fundið sína ilmi þar en það eru aldrei blöndur af ilmum aðeins hreinir ilmir í þessari línu, sem gerir fólki kleift að vera með fleira en einn ilm í einu. 

Þá er þetta nóg í bili og hafið góða viku framundan og

verið góð við hvort annað og hlýðum Víði.

Þangað til næst, kær kveðja Helga í Töfraljósum.


Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page