top of page

Ilmkerti við öll tækifæri....


Töfraljós Ilmkertagerð
Helga í Töfraljósum

Við erum komin af stað fyrir haustið eins og gengur í þessum bransa þá er þetta háanna tími hjá okkur og við njótum þess að gleðja ykkur með hágæða ilmkertum, sem eru framleidd hér á landi. Vonum að þið kíkið á kertin okkar á síðunni. Í september fara jólakertin að kíkja inn eitt af öðru. Svo eru þið alltaf velkomin til okkar í Töfraljós á Fossheiðinni. 


Við erum farin að skoða hvaða Aðventukerti fara í framleiðslu hjá okkur þetta árið, það væri gaman að heyra frá ykkur hvaða liti þið eruð að spá í að skreyta með þessi jólin, við erum alltaf til í vera með fjölbreytileg kerti og gera persónuleg aðventukerti. Svo það er um að gera að setja sig í samband við okkur ef þú vilt persónuleg kerti sem eru þín en ekki framleidd í fjöldaframleiðslu.

 Innflutningur ?

Við erum oft spurð hvaðan við flytjum inn kertin, hér er engin innflutingur á kertum, allt framleitt hér á staðnum, og aldrei mörg kerti í einu. Með því fáum við það sérkenni okkar að ekkert kerti er nákvæmlega eins í lit, og við höfum möguleika á að framleiða kerti með þínum ilm og lit. Allt þetta gerir það að verkum að hér er mjög persónuleg þjónusta við hvern og einn.


Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

コメント

5つ星のうち0と評価されています。
まだ評価がありません

評価を追加

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page