top of page

Húmið nálgast og .....

Nú þegar Verslunarmannahelgin er yfirstaðin þá fer rökkrið að sækja að okkur á landinu fagra.

Þá er um að gera að ná sér í falleg kerti, hér verða haust og vetrar ilmir alsráðandi eftir nokkrar vikur, enda ekkert yndislegra en að sitja og njóta ljósanna og ilmsins í hauströkkrinu.


yndislegur ilmur af skóglendi. #kerti #imkerti
Skógardraumur

Oft spái ég í hvað er haustilmur? Er það af því berjum.. já fyrir mér er það haust, hin ýmsi berjailmur og að finna sig í ilmnum liggjandi í lyngi. Vá nú er hugurinn kominn hálfa leið :) En svo eru aðrir sem vilja skógarilmi, brendan við í kamínu ilm sem er afar rómantískur. Já sem betur fer erum við ekki eins og allir hafa sínar upplifanir af ilmum.Við hér á Suðurlandinu höfum fengið smá af sólinni hingað sem er vel þegið eftir frekar rigningasama tíð, en við erum öllu vön hérna megin á landinu. En nú þegar við förum að sjá haustið birtast í sinni litadýrð fögnum við því líka. Þessi litadýrð gefur innblástur í að gera litrík kerti, en við sjáum samt að viðskiptavinnir leita í hvít, grá og brúnleit kerti þessa dagana hefur það með tísku í málingu að gera.Reyndar hafa þessi verið vinsæl í sumar og ég varla haft við að framleiða þau, enda er vaxið endurunnið í þau og það er ekki óþjótandi hjá mér, því ég nota engöngu vax sem gengur af hér til að vera með mína blöndu í þeim. Og svo eru krukkurnar endurnýttar og þakka ég þeim sem hafa verið að gauka þeim að mér.Þá er komið jæja hjá mér í bili, það er langt síðan ég seti eitthvað á blað en þetta kemur með haustinu og þegar fjölgar í haustilmum og ég verð liprari á takkaborðinu :)

Þangað til næst... Kær kveðja, Helga í Töfraljósum
Tags:

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page