top of page

Farin að huga að jólum....

Já við erum farin að huga að því hvað við ætlum að bjóða uppá um jólin, því við framleiðum ekki bara í Desember þau kerti sem þú sérð hjá okkur. Við þurfum að byrja að panta ilmi í maí og ákveða hvað við ætlum að halda áfram með. Svo nú er komið að því að byrja framleiðsluferilinn svo allir geti fengið þau kerti sem þeir vilja helst.
Ætlum að framleiða nokkrar gerðir að aðventukertum, það væri gott að heyra hvaða liti þið gætuð hugsað ykkur í ykkar krans.


Sumarið er búið að vera skrítið hér á bæ, en við erum ein af fjölmörgum sem kvöddu sumarstaðinn okkar á Laugarvatni. Það er skrítið að geta ekki rent þangað og hitt allt það góða fólk sem hafði hreiðrað um sig í hjólhýsahverfinu, yndislegt samfélag sem þarna var.


Nýtt á síðunni eru ilmlaus kerti sem seld eru í pari 1. stórt og 1 lítið og þið getið skoðað þau með að ýta á linkinn hér fyrir neðan.
Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum


Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page