top of page

Fékk smá búst .....

frá hönnuð norður í landi sem ég hef fylgst með síðan við vorum á námskeiði saman fyrir fáeinum árum.. en samt svona ca. 14 ár síðan. Svo ég tók mér smá "frí" frá kertagerðinni og setti saumavélina í gang :)Eins og sjá má þá var byrjað með látum, þessi hjörtu eru bara með fyllingu en við erum að fara í að gerða þau líka með ilmi til að setja inní skápa.Við erum búin samt með þessu "fríi" að fylla hillurnar af ilmum sem voru búnir hjá okkur.

Eins og t.d Lavender, Fresía, Lemmongrass Spa og fleiri góðir. Svo kannski var þetta ekki svo mikið frí :)Svo nú er spurning hvort þið viljið geta verslað ykkur þetta líka á netinu en í augnablikinu eru þessi hjörtu eingöngu til í Gallerýinu hjá okkur.

Endilega sendið mér línu ef þetta er eitthvað sem þið gætuð hugsað ykkur að versla.
 

Við höfum notað tímann vel í að njóta sólarinnar hér sunnan heiða enda veit maður aldrei hvenær sumarið mætir fyrir norðan því þá fer að rigna hér í suðrinu. En vonandi fáum við öll gott sumar við eigum það öll skilið eftir langan og þungan vetur.


Þetta er svo svaðalega löng mynd að mig fer að vanta umræðu efni búin að tala um blessað veðrið eins og íslendingi sæmir :) svo hvað meira get ég teigt lopann. 

Nú förum við brátt að snúa okkur að haust og vetrarilmunum og það væri gaman að heyra frá ykkur hvaða liti þið gætuð hugsað ykkur í þá, við erum oft "hefbundin" í litavali en oft er einhvert litaþema í gangi og við værum meira en til að fá hint um hvað ykkur langar í.

Eins vil ég minna á að við framleiðum fyrir einstaklinga þá liti og ilm sem þeim langar í. Okkur finnst bara gaman að fá að gera hlutina fyrir viðskiptavini okkar eins og þeir vilja hafa þá. 


Sko ég náði þessu :) Við kveðjum héðan frá Fossheiðinni og vonum að allir séu að njóta þess að daginn lengir núna og birtan gefur okkur bjartsýni og bros á vör.

Þangað til næst,

kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page