top of page

Erum við ekki öll í kósý stuði ?Við erum að bæta við Cozy línuna okkar,

þetta eru hippa kertin okkar, þarna koma allir þeir ilmir sem einkenndu árin frá 1965 til 1972, við gáfum þeim nafnið 1968, ég var sjálf barn að aldri á þessum árum en ég man eftir ilminum í öllum búðum sem seldu reykelsi og annan Indverskan varning.

 

Svo rak á fjöru okkar kertaglös sem við urðum rosalega skotin í :)Þau eru í þremur litum og verða með mismunandi ilmum, við setjum hágæða soyjavax í þessi kertaglös, svo er hægt að nota bæði spritkerti eða lítil kerti þegar þetta kerti er búið, þessi glös eru sumarleg og öðruvísi.


Ilmirnir sem verða í þessum glösum er Sjávardraumur, Lavender og Fresía :)


Við erum að vinna í þeim núna og vonandi ná þau inn á síðuna síðar í vikunni :)

 

Við áttum yndislega páska hér heima en ég hef nú ekki mikla eirð í mér að vera uppí sófa eða dunda mér við heimilsstörf svo það er kærkomið að geta sinnt áhugamáli og vinnu á þessum skrítnu tímum :)

Þangað til næst, kær kveðja Helga í Töfraljósum

Commentaires

Noté 0 étoile sur 5.
Pas encore de note

Ajouter une note

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page