Að ferðast er skemmtileg iðja.
Við tókum okkur til og fórum í þriggja daga rúnt um Suðurland.
Fengum gott veður og prufuðum að gista á hótelum. Þar sem þetta var svona hugdetta hjá okkur var ekkert planað og við fórum með það hugafar að við hlytum að fá inni einhversstaðar :)
Við ákváðum þegar að fara austur frá Selfossi, enda langt síðan við fórum lengra en að Vegamótasjoppunni. Svo var spurninginn hvort við ættum að fara upp í land eða halda meðfram ströndinni. Við tókum ströndinna og ætluðum að kikja á Seljalandsfoss en þar var svo margt um manninn að við ákváðum að halda lengra.
Næsta stopp var að næra sig og það var í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum. Rómantískur og notarlegur staður, eins og fjós eiga að vera:)
Kunni vel við mig þar og allt til fyrirmyndar.
Við héldum svo áfram og kíktum á Skógarfoss og Minjasafnið. Ég var svo heilluð á Minjasafninu að ég tók aldrei upp símann til að mynda það að skoða alla þessa gömlu hluti var upplifunin og tók hug minn allann.
Svo kom að því að huga að gistingu og við enduðum á Höfðabrekku, hef oft keyrt þar fram hjá en aldrei komið þar fyrr. Yndislegur staður góð rúm, gott staff, og ekki síðast en ekki síst góður matur :)
Held áfram með ferðasöguna í næsta bréfi :).
Af kertagerðinni er það að segja að við höfum lítið bætt við nema einum og einum ilmi og eru þeir á síðunni okkar. Og við minnum á að engin pöntun er of lítil það er að ef þið viljið fá ilmkerti í ykkar litum, þá gerum við það, við höfum alltaf gaman af því að gera annað en það sem er ca. hefbundið hjá okkur :).
Þangað til næst, kær kveðja Helga í Töfraljósum
Comments