top of page

Nýtt ár - nýir tímar ?

Loksins er ég komin í gírinn aftur eftir jólatörnina, reyndar er ég að bíða eftir að komast að hjá viðhaldinu mínu sem seinkaði vegna þess að lyfið mitt var ekki til í landinu, en úr því hefur ræst og ég fer eftir helgi í þriggja daga afslöpun upp á Sjúkrahúsið hér á Suðurlandi, en það er mikill munur að þurfa ekki að fara alltaf til Reykjavíkur í þessa meðferð. Þetta verður til þess að ég verð margföld í afköstum sem ég hlakka til :)

Ein jólagjöf fylgir mér nú daglega og hitti vel í mark oftast hef ég keypt svipaða bók til að hafa til hliðsjónar af því sem ég er að framkvæma hverju sinni en þessi er skrefi framar, jákvæðar setningar eru eitthvað sem við heyrum of sjaldan þessa daganna og eitthvað sem við ættum að hafa í huga í skammdeginu að þegar myrkrið umlykur okkur.

 

Við erum að vinna í nýjum ilmum, það eru komnir nokkrir á síðuna okkar, sá síðasti sem við gerðum heitir Nornaseiður, kannski nafnið hræði en þetta er seiður í jákvæðri merkingu því ilmurinn er yndislegur. Svo koma nýir ilmir í röðum okkur langar til að endurnýja ilmina okkar að vissu marki, en það virðist vera að fáir detti út þar sem þeir seljast of vel til að við getum hætt við þá því þá yrðu margir sárir, að fá ekki sinn ilm :)

Þá er það ekki fleira í bili en þangað til næst Brosið og verið góð við hvert annað :)

kær kv. Helga Töfraljós

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page