Þankar á Aðventunni.
Stundum hvarflar að mér að nóg sé nóg, búin að lifa og hrærast í þessu þjóðfélagi í tæp 60 ár, og ekkert virðist breytast. Við sem vorum í að kaupa okkar fyrstu íbúðir um 1980 munum þegar verðbæturnar voru setar á lánin okkar, það sveið harkalega í verðbólguárunum. Svo upplifðum við hrunið 2007 sem ekki var til að bæta stöðuna. Við horfum á hvern stjórnamálamanninn fara inn á þing og lofa okkur að nú verði breyting en það gerist ekkert og við sitjum og borgum og borgum og horfum á þá dæla peningum út og suður í sjálfan sig og vini og vandamenn. Meðan svelta öryrkjar og eldri borgara. Já svelta, ég á föður sem varð blindur fyrir nokkrum árum og sjá það sem hann þarf að borga til að fá að halda heimili er ótrúlegt eitthvað sem ætti að hugsa upp, því hann er að spara okkur hinum helling í kostnaði sem hlytist af ef hann væri á elliheimili. Ég stoppaði það að hann væri að gefa okkur gjafir á jólum því hann hefur annað að gera með auranna sína en að vera dæla þeim í börn og barnabörn og langafa börn, honum finnst það súrt en það er ekkert val. Það að hann er og getur gefið okkur sína nánd er meira en nóg fyrir okkur.
Aftur að stjórnmálum hvenær ætla þeir sem vinna á Alþingi að fara bera virðingu fyrir alþýðu landsins og setjast niður og gera Ísland að því velferðarlandi sem við gætum verið, við erum að fjölda eins og lítið þorp í hinum stóra heimi, og við þurfum ekki að dæla peningum í yfirbyggingar þá á ég við öll þessi ráðuneyti og alþingi, margar bæjarstjórnir og guð má vita hvað allt þetta heitir en er yfirbygging sem við höfum nákvæmlega ekkert með að gera. Hvar er sú hugsjón sem fylgdi okkur lengi að vinna án þess að fá borgað fyrir og láta gott af okkur leiða. Það var viðtal á Hraðbrautininni við Sighvat Björgvinsson fyrrum alþingismann og ráðherra, hann sagði allt aðra sögu um vinnuna á Alþingi sem var miklu líkari því sem við viljum að sé viðhöfð, á hans tíma var ekki borgað fyrir að vera í nefndum það var innifalið í launum hans sem voru ca. þreföld verkamannalaun. Gæti haldið áfram endalaust en þetta er gott í bili, þangað til næst hafið góðann dag og gætið ykkar smæsta bróðurs. Kær kveðja, Helga
Comments