top of page

Það húmar að....

Jæja nú er farið að húma að á kvöldin og dagurinn farinn að styttast. Þá fer að vera tími fyrir kyrrð og kertaljós, þetta er tími sem ég elska, það verður svo rómantískt og fallegt í sólarlaginu. Það hefur ekki mikið farið fyrir okkur síðasta mánuðinn enda nutum við sólarinnar og útivistar í júlí mánuðinum.Við höfum verið að gera kerti fyrir prjónakonur, þau koma á síðuna fljótlega. Þessi mynd er af fyrstu kertunum, en þau koma í fleiri litum, við ákváðum að hafa ekki ilm í þeim því þessi kerti eiga vera fyrir alla :) 

Ugly kertin hafa verið vinsæl svo við enduð með að gera fleiri kerti til að anna eftirspurn, þessi kerti hafa bjargað okkur uppá Laugarvatni, en þar hefur verið mikið lúsmý og venjulega bitmýið okkar sem við þekkjum vel. Þannig að það verður hægt að fá Ugly kerti út vikuna hér á Selfossi en svo fer ég með lagerinn á Laugarvatn. Þau eru í svipuðum krukkum en ég er búin með allar fetaost krukkurnar. 

Vonandi fer að liðkast um ritstífluna sem ég hef verið haldin þessa síðustu mánuði,

þangað til næst kær kv. Helga í Töfraljósum

コメント

5つ星のうち0と評価されています。
まだ評価がありません

評価を追加

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page