top of page

Þá er vorið í augsýn :)

Við vorum að taka inn luktirnar og þrífa eftir allt rokið og skítuga snjóinn, og nú eru þær komnar á sinn stað með ilmandi kertum, við skelltum í þær t.d 1968 ilminum okkar.

Þannig að þeir sem fara í göngu um Fossheiðina ættu að finna ilminn úr bakgarðinum okkar.

Við erum alltaf við, förum lítið þessa daganna eins og flestir.


Það er komin smá fiðringur að sjá grasið grænka og tréin að laufgast, yndislegt að vakna við fuglasöng á morgnanna, vonandi eru flestir að njóta þessara litlu hluta sem skipta svo miklu máli í stóra samhenginu.Við erum að malla hér og erum að láta hugmyndaflugið njóta sýn, þó það sé ekki sýnilegt á síðunni okkar þá er það þannig sem kertailmirnir og útlitið á kertunum verða til. Við erum að gera okkur klár í að gera mjög stór kerti á okkar vísu, sem sjálfsagt verða til skrauts hér á heimilinu, hef gaman að gera einstök kerti til að gleðja heimilisfólkið.


Svo fyrir þá sem eru að huga á að vera mikið útivið og vilja vera laus við mý á matarborðunum þá eru til sítruskertin okkar og þeim fjölgar hægt og bítandi, best er að koma vð því við erum komin með margar stærðir af þeim.


Jæja þá er þetta nóg í bili, hafið góða viku og þangað til næst kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page