Kaffi er nauðsyn :)
Elska að fá mér bolla á morgana þegar ég er að ná áttum hvað þarf að gera yfir daginn. Reyndar er ég mikill kaffiþambari, byrjaði að drekka sykrað kaffi og kringlu hjá ömmu um 4. ára aldurinn :)
Nú er sunnudagur og ég er komin út að vinna, var með sérpantanir og svo tæmast hillurnar jafnóðum og ég fylli á. Kannski ætti ég að draga úr ilmum og gera bara mikið af hverju, en þá er þetta eins og verksmiðja sem bara er... ég vil fá að leika lausum hala og skapa eitthvað sem ekki er í hverri hillu í öllum búðum. Sérvitur já viðkenni það bara.
Lífið hefur kennt mér ýmislegt og það er t.d að fagna fjölbreytileika og njóta þess að vera eins og ég er.
Hér er verið að gera þessi kerti og þetta er svo sannarlega ekki hefbundið. En það er gaman hver segir að kertin í kransinum þurfi að vera eins :)
Já þetta eru aðventukerti.. það verður spennandi að setja þau á disk og sjá útkomuna :)
Þetta er eitt að því sem gerir svo gaman að vinna við að prufa eitthvað nýtt og aðra litasamsetningar og nefnið það. Við höfum öll svo ólíkan smekk og ég virði allt sem fólk lætur sér detta í hug. Þetta á sérstaklega við fermingakertin þá koma flottar lita þema hugmyndir sem er gaman að glíma við :)
Jæja þá er ég tæmd og þarf að fara sinna kertum :)
þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum
Comments