top of page

Search Results

109 items found

  • Við bætum við....

    Vinsæl kerti yfir sumarið Lavender ilmkertin Þurfum við eitthvað að segja um þenna ilm. Ugly ilmkertin með sítrusilminum verið mjög vinsæl í útilegurnar. Sjávardraums ilmkertin eru alltaf vinsæl. Flauels Rómantík. Ilmkerti með mildum blómaangann Svona mætti lengi telja. Svo komu þessir ilmir inn og hafa vakið lukku. Við ákváðum að gera þessa skemmtulegu ilmi í veganvaxi. Við erum með 5 mismunandi kokteila kerti. Svo allir ættu að geta notið að fá kokteil við sitt hæfi :) Eins og allir sem hafa fylgst með mér hef ég aðalega notað parafin vax. en nú erum við að gera tilraunir með vax framleitt nær okkur og því umhverfisvænna með flutningum í huga og eins eru það endurnýjanlegt jarðnæði sem ræktar þessa plöntu. Sem bóndi þá líst mér vel á þá þróun að kaupa af starfsbræðrum mínum á Norðurlöndunum. Í þessari viku er frí póstsending, við verðum ekki við í maí, svo við ákváðum að hafa 2 afslætti í apríl. Notið afsláttakóðan "Afmæli25" Endilega nýtið þið ykkur það. Þangað til næst, kær kveðja, Helga Elínborg í Töfraljósum

  • Sumarið fer að birtast....

    Við erum farin að hugsa í sumarilmum þó úti sé myrkur og snjór. Restina af Ugly kertunum uppí hillur, en við erum hætt þeirri framleiðslu, því það tekur of mikinn tíma að hreinsa krukkurnar til að gera þær söluhæfar og við höfum einbeitt okkur að stórum útikertum sem verða með sítrusilm og nýtum afgangsvaxið í þau. Við munum fjölga glasakertum fram á vorið. Þetta verða fleiri kokteililmir sem eru vinsælir og gera góða kvöldstund betri. Ég er í smá pásu frá framleiðslu þar sem ég fór í aðgerð á öxl og má lítið (ekkert) vinna. En var búin að byrgja mig vel upp svo það er enginn skortur á kertum hjá okkur. Svo viljum við minna á að kertin okkar eru til sölu í Made in Ísland við hliðina á Lyfju og fyrir þá sem renna við á Selfossi þá er Skalli og KFC í næsta húsi, svo eru aðrir söluaðilar eins og Gjafir Jarðar , Hæll og Tá Fáskrúðsfirði , svo og Klassík á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt. Í dag er sól í heiði hér sunnanlands, og ég því í bjartsýniskasti. Var að fá senda geggjaða ilmi í brúnu krukkurnar þannig að mig klæjar að byrja að fylla á þær... enn...... helv... öxlin stoppar mig:) Já stundum er þetta svona að það þarf að bíta á jaxlinn. Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

  • Smá fréttir af....

    Við erum að bæta við í hillurnar okkar svo við verðum ekki uppskroppa þegar líður að vori og Frú Elínborg verður handlama, þá er ekkert unnið í kertagerðinni. Vorum að bæta við tveimur ilmum sem við erum búin að vera að vinna í annsi langan tíma. Hér koma þeir, annar heitir Norðurljós, það má ekki rugla honum saman við Ilmkerti með sama heiti sem er selt í Yogasálum á Selfossi. Svo er það yndislegi ilmurinn Vetrarsólstöður. Hann er alltaf í uppáhaldi, er búin að þroskast og gefur okkur sól í sálina. Hér fyrir neðan er linkur beint á þessa yndislegu ilmi Við minnum á að við erum með mikið úrval af ilmum og líka með nokkrar útgáfur af okkar vinsælustu ilmum þessi kerti koma í kassa tilbúin til gjafar. Sjá myndir: Við ætlum að láta þetta gott heita í bili, þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

  • Jólin nálgast óðfluga...

    Fyrir okkur sem eldri eru finnst okkur varla líða hálft ár milli jóla. Sem gerir allt mjög hratt, enda segjum við oft hver setti smjör á kaðalinn. Eins er með jólaundirbúning hér í kertagerðinni við höfum varla komi kertunum í sölu að mikið af þeim eru búin. Við viljum hvetja fólk sem ætlar að fá kerti send til sín fyrir jólin að fara að panta, því nú lenda jólin á helgi. Og við munum ekki senda pakka eftir 17 des, nema viðskiptavinurinn sætti sig við að fá pakkann eftir jól. Við viljum vekja athygli á þessum kertum, þau eru úr soyavaxi og kokteilarnir eru líka með kókosvaxi. Við notum eingöngu samþykkta kertaþræði af bæði EU og FDA. Ilmolíurnar eru samþykktar af FDA. Við höfum lagt okkur fram við að vera eingöngu með gæðaframleiðslu í kertunum, og með því höfum við náð að vera til i 24 ár undir sömu kennitölu og nafni. Við erum með opið alla daga frá 11- 19, um helgar frá 11 - 16, en svo er hægt að hafa samband ef þessir tímar henta ekki. Þessi hér eru snilld fyrir ferðalanga sem langar að hafa rómantískan blæ hjá sér, hentar vel í ferðabíla og tilvalin gjöf fyrir ferðaþyrsta íslendinga. Þá verður þetta ekki lengra í dag verð að fara að skera vax svo þið fáið falleg endingargóð ilmkerti :) kær kveðja Helga í Töfraljósum

  • Töfraljós verður.....

    25 ára á næsta ári. Þetta er búið að vera endalaust ævintýri. Frá því að yfirtaka eldhúsið í það að flytja yfir í litla húsið mitt á baklóðinni. Þessi skemmtilega mynd er mjög svo eftiminnileg öllum í fjölskyldunni því kertin fóru í ísskápinn til kælingu og allur matur var smitaður af ilmum eða bara eingöngu kerti í honum. Á endanum var mér komið fyrir í bakhúsi sem átti að vera geymsla fyrir dekk og önnur verkfæri. En ísskápurinn fylgdi mér því hann var orðin partur af kertagerðinni og það var ákveðinn ilmur sem kom úr honum sem var ekki matarilmur :). Nú þegar ég pára þetta þá verður mér hugsað til þeirra þrotlausu vinnu að blanda ilmi og að vera enn með þokkalega gott nef enn og lungu, sem segir mér að ég hef veðjað á réttan hest, þegar kom að vali á vaxi og þeim sem framleiða grunn ilmina. Næsta ár verður spennandi og við ætlum að halda uppá það með alskonar viðburðum á netinu og aldrei að vita nema við skellum í afmælisveislu :) En til að fá að vita um það sem við gerum á næsta ári er nauðsynlegt að skrá sig á póstlistann. Við þökkum þeim sem hafa verið duglegir að fylgja okkur í þessari vegferð og verið duglegir að deila reynslu sinni af kertunum okkar :) Þetta er fyrsti lagerinn okkar, mér þykir ofurvæntum þessa mynd. Hluti af lagernum í dag, smá mismunur en alltaf jafn gaman. Þanngað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

  • Svartur Fössari... hmmmm

    Var að spá í að gera eins og IKEA í Svíþjóð og hækka kertin í það verð sem gæfi mynd af því hversu mikil vinna og mikil hugsun er á bakvið hvern ilm þennan eina dag til að gefa ykkur smá innsýn í hve mikill tími fer í framleiðslu á hverri einingu sem fer hér í gegn. Enn þess í stað fór ég í það að koma þessum elskum upp í hilllu Hér eru komnir kokteil ilmir sem eru geggjaðir, þessi kerti eru með vax blöndu sem er soya og kókosvax. Þau brenna mjög jafnt niður og ég er mjög ánægð með brennsluna. Mímósan og Pina Colada eru fyrstu ilmirnir í þessari röð, ef viðbrögðin eru góð munum við bæta við þessar elskur. Svo vorum við mjög kaffiþyrst í vikunni og skelltum í nokkur kaffikerti, þetta er kaffi með Amaretto, mjög ljúfur kaffi ilmur af þessum elskum. Meira var það ekki í bili en hafið góðann dag, þangað til næst, Kær kveðja, Helga Elínborg í Töfraljósum

  • Við höfum verið..

    Að breyta til, eins og margir hafa séð þá höfum við verið að koma inn með soyakerti í kertaglösum. Við bætum við eftir helgina en þá koma þrír af okkar vinsælustu ilmum í glösum. Þeir verða komnir á síðuna okkar á Mánudaginn uppúr hádegi. Ég hef oft verið spurð afhverju ég sé ekki að gera kerti í glösum, ástæðan er einföld mér finnst alltaf gaman að glíma mið liti og ilm. Við erum núna að hella okkur útí að gera kerti sem verða til sölu eftir áramótin. Ástæðan er sú að ég er að fara í axlaraðgerð nr. 2 og verð óvinnufær fram á sumar allavegna í kertagerðinni því ég vinn ekki á einari þar:) Þannig að nú er verið að gera lager fyrir vormánuðinna. Hér er hinn gullni vökvi sem ég er að vinna með þessa stundina og er mjög spennt að sjá áferðina þegar hann kólnar, þetta er blanda af kókos og soya vaxi. Þarna er að myndast ný lína sem verður eingöngu með allskonar kokkteil ilmum. Fyrsti ilmurinn verður Mímosa... endilega kommentið á ef einhver sérstakur ilmur kemur upp í hugann. Þetta var svona smá uppfærsla frá okkur hér í kertagerðinni. Enn þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum.

  • Jæja.. nú eru allir í afsláttarham.

    Ég kalla orðið nóvember hinn svarta. jú það eru endalaus tilboð og dagarnir heita ýmsum nöfnum Singles day, Black Friday og er ekki líka Cyber Monday... en eru þetta allt afslættir erum við að kaupa til að kaupa. Þessi ameríska hefð sem virðist vera tröllríða heiminum er ótrúleg. Ég er mjög treg til að hlaupa á eftir þessu en tók slaginn í dag á Singles Day. En með þessum afslætti sem ég er með er ég bara að ganga á mín laun, ég sem framleiðandi get illa keppt við að gefa 60% afslátt, en það er það sem er átt við með raunverulegum afslætti, því þegar álagning er 200% þá er hægt að gefa góðan afslátt. En hvað veit ég .. ég er bara að gera kerti útí sveit :)) En til að minna á þennan dag þá skrifa ég þessar línur, það er hægt að fara á vefsíðuna og panta þar og afslátturinn reiknast jafnóðum og ekki þarf neitt kóða dæmi. Þangað til næst, Kær kveðja Helga í Töfraljósum

  • Ert þú búin að kaupa allar jólagjafir?

    Hjá mér er svarið nei.. enda fá margir mínir nánustu kerti frá mér, skrítið kannski :) Við erum enn að bæta við í Jólakertin og nú fer Noel að koma, hann var ekki gerður í fyrra en nú kemur hann aftur, þetta er vinsæll ilmur og sannkallaður jólailmur. Hef mikið verið með hann í aðventukertum. Aðventukertin okkar þetta árið verða eingöngu með Kanil, Jólaepli og Jólatré. Það fer að verða síðasti séns að panta þau. Þau eru bara framleidd fram í miðjan nóvember vegna þess að þá erum við farin að huga að áramótum og vorinu. Nú koma þessir svokallaðir afsláttardagar dagur einhleypra og svo svartur föstudagur. Við hrífumst ekkert sérstaklega af þessum vil frekar halda jöfnu verði allt árið, en við ætlum að gefa ykkur tækifæri á að nýta 20% afslátt af kertunum á miðnætti þann 11.11 og stendur þetta í sólahring og kemur sjálfkrafa á körfuna. Þangað til næst, Kær kveðja, Helga í Töfraljósum

  • Með ilmkerti á heilanum :)

    Já þú last rétt, nú þegar nálgast jól þá er minn hugur farinn að snúast um hvað ég eigi að hafa á næsta ári.. hugmyndirnar hrúgast upp að vanda. Það er nefnilega komin vorhugur í minn haus :) En hér er samt smá sýnishorn af því sem við höfum verið að gera síðustu vikur og verðum að út þessa. Aðventukertin okkar með eða án ilms hafa notið mikillar vinsældar og við höfum gaman að búa þau til sérstaklega ef við fáum frjálsar hendur í að hanna þau. Í þau rúm 20 ár sem við höfum verið að gera ilmkerti þá er þessi tími sem fer í Aðventukerti alltaf spes. Við erum svo þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni sem á að gleðja augað og skynfæri yfir aðventuna. Hér koma nokkrar myndir af þessum yndislegu hátíðarkertum okkar. Við erum á lokasprettinum í þessum kertum og því um að gera að ná sér í eintök með því að panta hvort sem það er með því að gera það á vefsíðunni, hringja eða bara kíkja á okkur. Ef óskað er eftir því að við bjóðum uppá fjölbreyttara úrval í Aðventukertunum munum við bregðast við kallinu á næsta ári. Þangað til næst, Kær kveðja Helga í Töfraljósum

  • Ilmkertin sem eru vinsælust,

    Já þau eru komin í hillurnar og á vefsíðuna. Þessi ilmkerti eru: Jólakrans, Jól í Sveit og Jólin eru að koma . Við ætlum að hafa þann háttinn á að gera það magn sem við ætlum að selja þetta árið af jóla ilmkertum. Þannig að við gerum aldrei meir en ca. 32 kerti af hverjum ilm og jafnvel minna. Með þessu getum við haldið niðri verði út þetta árið og vonandi verður verðbólgan farin að ganga til baka á næsta ári. En fyrir þá sem vilja eignast Aðventukerti frá okkur, endilega hafið samband. Mörgum finnst þau dýr en þau duga yfirleitt í tvö ár sem aðventukerti. Þau hafa nefnilega eins og öll okkar kerti langan brunatíma. Ég sjálf geri aðeins kerti fyrir mig annað hvert ár :). Annars er það að frétta héðan að við höfum lengt opnunartíman um klst. á virkum dögum og erum með opið til 19.00 Það er ekki meira frá okkur í bili, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

  • Jóla Ilmkertin eru .......................að síga upp í hillur :).

    Já við erum á fullu að fylla hillurnar af jólailmum. Við hófumst handa þegar við komum heim úr fríinu. Við erum að gera soyja kerti og þau þurfa lengri tíma til að vera söluhæf en hefðbundnu ilmkertin okkar. Við erum komin með fyrsta ilminn af 3 af jóla ilmkertunum, og varð Jólatrés ilmur fyrir valinu. Enda bráðnauðsynlegur þegar verið er með gervijólatré. Þeir 3 ilmir sem urðu fyrir valinu eru Jólatré, Jólin eru að koma og Jólaepli. Ilmkerti þessi eru eingöngu í hvitum kerta glösum og eins eru kerti með náttúrulegan lit sem soyja vaxið gefur þeim, þ.e. hvít. Eins og annað sem við gerum er þetta ekki fjöldaframleiðsla og því er þessi ilmkerti í takmörkuðu magni. Útikertin eru uppseld í bili, en vonandi komumst við í að gera nokkur fyrir jól, endilega hafið samband ef þið viljið versla þau, nóg til að útikertastjökum sem er tilvalið að versla ef þið eruð að gera kerti úr vaxafgöngum. Við minnum á opnunartíma Töfraljósa á Selfossi, alla virka daga frá kl. 11.00 - 19.00 um helgar frá kl. 12.00 - 16.00 Þangað til næst, kær kveðja, Helga Elínborg í Töfraljósum

bottom of page