top of page

Jóla Ilmkertin eru .......................að síga upp í hillur :).

Já við erum á fullu að fylla hillurnar af jólailmum. Við hófumst handa þegar við komum heim úr fríinu. Við erum að gera soyja kerti og þau þurfa lengri tíma til að vera söluhæf en hefðbundnu ilmkertin okkar. Við erum komin með fyrsta ilminn af 3 af jóla ilmkertunum, og varð Jólatrés ilmur fyrir valinu. Enda bráðnauðsynlegur þegar verið er með gervijólatré.


Jólakerti - ýmsir ilmir
Buy Now

Þeir 3 ilmir sem urðu fyrir valinu eru Jólatré, Jólin eru að koma og Jólaepli. Ilmkerti þessi eru eingöngu í hvitum kerta glösum og eins eru kerti með náttúrulegan lit sem soyja vaxið gefur þeim, þ.e. hvít. Eins og annað sem við gerum er þetta ekki fjöldaframleiðsla og því er þessi ilmkerti í takmörkuðu magni.




Útikertin eru uppseld í bili, en vonandi komumst við í að gera nokkur fyrir jól, endilega hafið samband ef þið viljið versla þau, nóg til að útikertastjökum sem er tilvalið að versla ef þið eruð að gera kerti úr vaxafgöngum.


ree


Við minnum á opnunartíma Töfraljósa á Selfossi,

alla virka daga frá kl. 11.00 - 19.00

um helgar frá kl. 12.00 - 16.00



Þangað til næst, kær kveðja, Helga Elínborg í Töfraljósum


 
 
 

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ

Persónuverndastefna: sjá hér

©1999-2025BY TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ. 

©höfunduréttur Töfraljós
bottom of page