top of page

Vorið er komið...

Við förum að setja inn Ugly kertin okkar fyrir þá sem ætla að eyða helgum og frí í útivist á tjaldsvæðum. En þau eru góð þegar logn er og mýið að angra okkur.


Við framleiðum þessi kerti úr afgangs vaxi frá okkur og setjum sterkan sítrónuilm í þau.

Þetta eru útikerti og við ráðleggjum að þau séu ekki notuð innan dyra. Fyrir lúsmýið innan dyra erum við með Lavender og Lemongrass, notuðum við það kerti með góðum árangri inni í hjólhýsi sem við vorum með á Laugarvatni.


 

Við förum að komast vonandi gang aftur en biðin er að verða þrúgandi fyrir mig, en ég sýni framfarir.. þeir sem eru forvitnir þá fór ég í axlaraðgerð á hægri öxl og er enn kyrrsett af lækni og sjúkraþjálfara, þar sem þetta er töluvert álag á axlir að vinna í kertagerð.


 

Vefverslun og Gallerýið er opið því ég náði að gera góðan lager áður en ég fór í aðgerðina.

Svo endilega kíkið á vefsíðuna eða kíkið á okkur á Fossheiðinni það er opið frá kl.11.00 til 18.00 alla virka daga og svo er hægt að hafa samband ef þessi tími hentar ekki.

Ekki fleira sem mér dettur í hug á þessum sunnudagsmorgni.

Kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page