top of page

Nú er runninn....

upp sá tími sem allir keppast við að bjóða sem mestan afslátt, sem er gott og vel. Við erum lítið fyrirtæki með 1 - 3 starfsmenn yfir árið og framleiðum vöruna sem þið sjáið í vefversluninni. Við reynum að halda sem lengst í að þurfa ekki að hækka kertin okkar og við gerum það með því að takmarka það að gefa afslátt. Okkar verð markast af því á hvað við getum keypt hráefnið á og stundum er gengi krónunar svo slæmt að við reynum ekki að panta og látum okkur frekar vanta hráefnið og bíðum eftir að krónan styrkist.

Ilmkerti með jólailm.

t.d. fengum við ekki sömu glös og í fyrra, til að geta haldið sama verði og var sl. ár, þá fengum við svona frostglös, sem innihalda sama magn og kertaglösin í fyrra.



En nóg um það, Ullarverið á Flúðum hefur tekið kertin okkar til sölu svo Hrunamenn getið tekið gleði ykkar aftur og notið ljósanna okkar.



Nú erum við að gera kerti með splunkunýum ilmi, verður fróðlegt að sjá hvernig honum verður tekið. En vinnuheitið er Fyrsti Snjórinn, þetta er ferskur ilmur sem hreinsar vitin eins og þegar er gengið út í mikið frost, sem sagt mjög ferskur ilmur. Við bætum alltaf við einum og einum ilm við og ef hann fær góðar viðtökur þá höldum við áfram með hann.

Þetta spjall er ekki unnið af chatgbt eins og stundum hjá mér þá styðst ég við gerfigreindina til að flýta fyrir. En í dag er ég að bíða eftir að geta tekið úr mótum og í öðrum potti er vaxið að hitna. þá er um að gera að pára smá niður frá hjartanu þar sem enginn gerfigreind getur lesið.

Bestu kveðjur og njótið dagsins, Helga í Töfraljósum

 
 
 

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ

Persónuverndastefna: sjá hér

©1999-2025BY TÖFRALJÓS - ILMKERTAGERÐ - KERTAGALLERÝ. 

©höfunduréttur Töfraljós
bottom of page