top of page

Við erum með opið,

en biðjum fólk ekki að koma margir í einu þar sem við erum með lítið gólfpláss.

Við höfum verið róleg í að bæta við nýjum ilmum þar sem allt er í slow motion í þjóðfélaginu, og margt nauðsynlegra en að versla munaðarvöru. En við minnum á að við erum með ilmi í kertunum sem henta þeim sem eru að stunda hugleiðslu og kertin okkar endast :)


Þessi slökunarlína okkar hefur verið vinsæl gengum árin hjá þeim sem stunda yoga og hinar ýmsu hugleiðslur, allt róandi og afslappandi ilmir sem koma sér vel þegar svona óvenjulegt ástand er í heiminum.
Við erum eins og margir farnir að þrá vorið og sólina okkar, svo við duttum í að gera örfá glös af Pina Colada ilm.

Annars er allt gott að frétta af okkur engin veira hér og við reynum að verja hér allt með að sótthreinsa eftir hvern viðskiptamann.

Að horfa hér út á Fossheiðinna sem er vanalega iðandi af bílaumferð og fólki að fara í ræktina hér beint á móti gjörsamlega tóma er skrítið, minnir mig svolítið á að vera komin í sveitina og rólegheit, ég þakka fyrir að ég er vön að vinna ein og leiðist það ekki, ég öfunda ekki þá sem eru félagsverur inn að hjartanu að þurfa að vera í hálfgerðri einangrun. Ég hló þegar ég horfði á þáttinn með Gísla Marteini, þegar Ari Eldjárn sagðist vera feginn að þurfa ekki í kös með gestunum, honum líkaði að hafa ákveðna fjarlægð frá fólki.


Jæja þangað til næst, kær kveðja Helga í Töfraljósum

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page