top of page

Kerti meiri kerti !!!

Við erum á fullu hér í kertagerðinni því um leið og við höfum smá myrkur á kvöldin þá er gott að hvíla hugann og kveikja kertaljós og njóta, það finnum við greinilega því sala í róandi ilmum hefur stóraukist miðað við í fyrra. Kannski er það að við erum að glíma við eitthvað sem við höfum ekki þekkt áður og þá er gott að geta horfið á braut í huganum og notið þess sem er í nánasta umhverfi.


Við höfum úrval af slökunarilmum.

Fyrir Reykvíkinga þá er Gjafir Jarðar

með úrval af kertum frá okkur.

Svo er Frú Anna á Fáskrúðsfirði að fá stóra sendingu um helgina :)

Svo bætist í hópinn af sölustöðum þegar kertin fóru í Hveragerði í þessum mánuði, en það er í Fitness Bilinu.

 

Við vorum að setja jólakerti inná síðuna en það eru bara það sem er til núna við erum að bæta við vinsælum kertum eins og Jólakrans sem seldist upp fyrir jólin í fyrra, svo viljum við minna elskendur af Jólin eru að koma að hafa samband sem fyrst verðum með mjög takmarkað magn af þessum ilm, lentum í vandræðum að fá hann frá framleiðanda nú í haust.


 

Eins og margir hafa rekið sig á að nú hefur krónan okkar veikst gagnvart öðrum myntum svo við tókum þá ákvörðun að panta minna og halda verðinu sem við höfum haft undafarin ár. Erfitt hefur líka verið að fá flutninga frá sumum ríkjum, og hafa Bandaríkin ekki verið nein undantekning með það, en það er þaðan sem við pöntum mest allt af okkar vörum til framleiðslu. Við vonum bara allt fari að jafna sig eins fljótt og mögulegt er og fólk hugsi um að vernda sig og aðra með að huga vel af sínum sóttvörnum.


 

Held ég láti þetta nægja fyrir Laugardagsröfl og haldi bara áfram að pakka kertum :)

Þangað til næst, kær kveðja Helga í Töfraljósum

תגובות

דירוג של 0 מתוך 5 כוכבים
אין עדיין דירוגים

הוספת דירוג

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page