top of page

Bolludagur og fleiri skemmtilegir dagar.....



Við erum voðalega skotin í næstu viku enda skemmtileg átvika framundan, Bolludagur... mmmm SÚKKULAÐI og rjómi, hvað getur verið betra ? Jú Sprengidagur, vá hvað það er mitt uppáhald, saltkjöt og baunir og fullt af rófum, beikoni og lauk.

Þar sem Páskarnir koma líka með sínum sæta súkkulaði ilm, datt okkur í hug að kannski einhver sem ekki getur eða má ekki borða þennan unað gæti samt notið ilmsins.

Við eigum þessi fallegu gulu #kerti sem eru að koma inn á síðuna, kertin í gulu eggjunum eru með sama ilm og stóra kertið en gerð með soyavaxi. Nóg til af þeim hjá okkur í Gallerýinu á Fossheiðinni.



 







Við höfum verið að velta fyrir okkur með #fermingakerti sem við höfum ekkert verið að flagga sérstaklega að við gerum, því hvert kerti er gert eftir því sem hver og einn óskar, en engin fjölda framleiðsla þannig að það eru aðeins fá kerti á hverju ári það má segja að fyrstir koma í þessu tilfelli, við takmörkum fjöldan sem við tökum að okkur. Myndin hér til hliða sýnir vinsælasta lagið á kertum frá okkur í fermingar.




 

Við erum að komast í gang, oft tekur tíma að koma sér á stað aftur eftir að hafa staðið í langtíma törn eins og fyrir jólin. Við tókum okkur smá frí og skruppum til sólalanda milli lægða.

Það var góð hvíld fyrir okkur bæði, þurftum á því að halda því allt árið 2019 hefur fullt af áskorunum og stundum full mikið af því góða, en allt komið á gott ról og við tilbúin í þetta ár.


Þangað til næst kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page