Black Friday!!!
Já virðist vera spennandi að versla og spara þennan dag, en kannski eyðum við í meiri óþarfa en við ættum að gera á þessum degi, ég hafði hugsað mér að hafa einhver gígantísk tilboð en svo fór ég að hugsa ... hvernig ætlaði ég svona lítið fyrirtæki að ná upp tapinu sem ég yrði fyrir, því jú innkaupin mín í hráefnið lækka ekkert. Jú gæti tekið af því sem ég fæ í laun... kannski, hver gefur ekki launin sín. Ætla ég svo að hækka allt hjá mér til að ná upp tapinu. Þetta eru vangaveltur sem ég hef oft verið að pæla i hverni fyrirtæki á borð við olíufélögin sem alltaf eru í afsláttar gír einu sinni í mánuði eða meira.. afhverju ekki að hafa vöruna aðeins ódýrari og hætta þessum tilboðum. Þau leiða bara til hækkandi verðs á ársgrundvelli.
Sama gildir um alla starfsem sem rekur sig á tilboðum.
Ég miða við að hækka sem minnst og halda stöðugu verðlagi, og svo oft geng ég á þessi svokölluðu laun mín sem geta orðið annsi lág pr. kerti vegna hækkanir erlendis frá á mínu hráefni eins og vaxinu.
En að öðru það er opið hjá okkur í dag en á morgun 24.11 förum við hjónakornin í brúðkaup svo það verður opið fram á hádegi á morgun og svo allan sunnudaginn :) Verið velkomin í Fossheiðinna, þangað til næst kær kveðja , Helga
コメント