Aðventa og kertaljós
Við erum á fullu að framleiða allskonar Aðventukerti, þetta er skemmtileg og skapandi vinna. Margir hafa samband við mig og ég geri þeirra kerti :) sem er afskaplega skemmtilegt að fá að vera hlutur af því að gera Aðventuna ljósríkari hjá fólki.
Hluti af því að hafa litla persónulega kertagerð er að við erum að sinna allskonar fyrirspurnum, og það gerir mikið fyrir mig sem kertagerðameistara að fá verkefni sem er áskorun.
Við erum að leika okkur með margt annað og það nýjast er að setja jólailmi í litlar krukkur sem áskotnuðust okkur í sumar.
Við kaupum ekki krukkur en við nýtum sem fellur til og er komið með til okkar.
Okkur blöskraði að vera flytja inn krukkur og allt það loft sem var flutt með þeim að við hættum því alfarið svo var bara svo mikið til að gleri hér heima sem er hennt.
Hægt hefur verið að fá ilmolíur hjá okkur eins og margir þekkja en það er eins með það, reyndar flyt ég inn glösin en það fylgir því skilyrði að það sé komið með glösin aftur ef viðskiptavinurinn vill fá meiri olíu hjá mér. Fyrir bragðið er þessar olíur ekki í netverslun heldur eingöngu seldar út úr galleríinu á Fossheiði 5.
Þanngað til næst.. kær kveðja, Helga í Töfraljósum
Comments