top of page

Ilmkerti eru ekki ....

...bara notuð á veturnar.

Það hefur verið mikið komið til okkar í sumar og verslað, enda opið eftir þörfum viðskipavina á sumrin, þetta er oft skemmtilegasti tíminn að selja kerti því þá koma

Gallery Candle shop

þeir sem eru mjög áhugasamir um ilmi og hafa gaman af að koma þar sem hægt er að velja um 80 ilmi í kerti.

 

Við höfum notið þess að kveikja á kertum á kvöldin eftir að fór að skyggja, enda kominn haustfílingur í okkur sunnlendinga, með tilheyrandi litadýrð náttúrunnar og haustlægðum. Veturinn er framundan og við erum að melta og spekúlera í

haustlitir kertaljós

nýjum blöndum af ilmum. Við eins og þið verðum leið á að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur er nauðsyn að koma með nýja ilmi öðru hvoru.

Við höfum gaman af að gera ilmi fyrir aðra í kertin, eitthvað sem er þeirra og ekki seld hjá okkur. Oftar en ekki eru það snyrtistofur og þeir sem stunda hugleiðslur bæði einir og með öðrum sem leita til okkar.

 

Dagarnir styttast og því er nauðsynlegt að hafa birtu í kringum sig og ekki skemmir það að hafa ilm með fyrir þá sem vilja.

Erum að bæta við vörur í vefverslunina svo það er um að gera að fylgjast vel með,

Þangað til næst, kær kveðja, Helga

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page