top of page

Aðventan er hér

Við höfum verið á fullu hér að gera yndisleg jólakerti síðan í ágúst, hér er smá sýnishorn af þeim:

Svo urðum við fyrir áfalli en síðan okkar á 1984.is féll niður og því gátum við ekki sýnt ykkur hvað við vorum að gera, en við dóum ekki ráðalaus og henntum upp síðu á tofraljos.com gamla veffanginu okkar. Þetta var heilmikið rask og leiðindi fyrir viðskiptavini okkar. En við stöndum enn í lappirnar og erum að fara hefja okkar 18 starfsár sem við erum stolt af.

Við höfum gaman af þegar við erum heimsótt því oft rekur fólk í rogastans hversu kósí þetta er hjá okkur, lítið og krúttlegt, en hér getur viðskiptavinurinn fengið að sjá hvar við vinnum og hvar við pökkum kertunum.

 

Afsláttardagur 25.11 2017

Í dag (25.11) er 15% afsláttur hjá okkur í Gallerýinu á Fossheiðinni og allir velkomnir, við munum ekki hafa þennan afslátt á netinu.

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.