top of page

Search Results

109 items found

  • Jæja við erum að komast í ham :)

    Við tókum okkur langt frí þetta haustið vegna persónulegra ástæðna en erum komin af stað. Byrjuðum á að taka til hendinni í Kertagallerýinu og máluðum það en það hefur ekki verið gert síðan við opnuðum 2007. Þeir sem þekkja vel til sjá munin en panellinn var brún og því mun dekkra en nú kominn þessi ljósi litur og við alsæl :) Við ætlum að takmarka það sem við gerum af minnstu kertunum og um leið að finna lausn á því að pakka kertunum í plast en það höfum við gert til að hlífa kertunum í flutningi. Svo núna og fram að jólum verður opið hérna í gallerýinu frá kl. 11 - 18 alla virka daga og frá kl. 12 - 16 um helgar. Þessar elskur eru aftur komnar í framleiðslu þær urðu uppseldar núna í September. Jólakertin verða svo kynnt eitt af öðru á Fésbókarsíðunni og Instagraminu okkar En nú fer að rökkva og þá er gott að kúra við kertaljós og það skemmir ekki að anganin sé himnesk. Það er komið nóg í dag af pikki, hafið góðan dag og njótið haustsins. kær kveðja, Helga í Töfraljósum

  • Farin að huga að jólum....

    Já við erum farin að huga að því hvað við ætlum að bjóða uppá um jólin, því við framleiðum ekki bara í Desember þau kerti sem þú sérð hjá okkur. Við þurfum að byrja að panta ilmi í maí og ákveða hvað við ætlum að halda áfram með. Svo nú er komið að því að byrja framleiðsluferilinn svo allir geti fengið þau kerti sem þeir vilja helst. Ætlum að framleiða nokkrar gerðir að aðventukertum, það væri gott að heyra hvaða liti þið gætuð hugsað ykkur í ykkar krans. Sumarið er búið að vera skrítið hér á bæ, en við erum ein af fjölmörgum sem kvöddu sumarstaðinn okkar á Laugarvatni. Það er skrítið að geta ekki rent þangað og hitt allt það góða fólk sem hafði hreiðrað um sig í hjólhýsahverfinu, yndislegt samfélag sem þarna var. Nýtt á síðunni eru ilmlaus kerti sem seld eru í pari 1. stórt og 1 lítið og þið getið skoðað þau með að ýta á linkinn hér fyrir neðan. Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

  • Við erum komin heim....

    úr vorfríinu okkar. Að sjálfsögðu tókum við kerti með okkur enda notalegt að enda kvöldið í rómantískri stemmingu. Það var gaman að sjá sjóbrettafólkið, margir að koma og æfa sig og aðrir að læra. En við erum komin heim og opnunartíminn á Kertagalleríinu er frá kl. 11.00 til 18.00, alla virka daga, en eftir samkomulagi um helgar hægt er að hringja eða senda email. Síminn er 893 6804 og emailið helga at tofraljos.is

  • Við erum búin að opna...

    Það tók okkur smá tíma að komast á skrið eftir Covid en erum nú komin á stað. Erum þessa stundinna að framleiða fyrir RÖKK . Þegar það er búið þá förum við af stað í okkar kerti. Við erum farin að prófa okkur með nýja sumarilmi, t.d Rósir, og vinniheitið á öðrum er Jónsmessunótt, kannski festist það, hver veit. Svo kom þessi ilmur aftur eftir langt hlé, en hann var framleiddur fyrir snyrtistofu hér á Selfossi um árabil. En við ákváðum að taka hann upp og dusta rykið af uppskriftinni, og hér er hann kominn að nýju. Við vonum að allir séu heilir heilsu og við öll sjáum fram á bjartari tíma með hækkandi sól. En það er alltaf tími fyrir falleg kerti sem ilma eins og við segjum: Lífið er of stutt fyrir kerti sem ilma ekki :) Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum.

  • Vinsæl ilmkerti 2021

    Við vorum að taka saman vinsælustu kertin okkar á síðasta ári og flokkuðum þau niður á árstíðir. 3 vinsælustu vetrar ilmkertin komu út svona: 3 vinsælustu vor ilmkertin: 3 vinsælustu sumarkertin: 3 vinsælustu haustkertin Eitthvað verðum við að gera okkur til skemmtunar meðan við erum í einangrun því ekki gerum við kerti eða snertum á hlutum í Gallerýinu. Þangað til næst, kær kveðja Helga í Töfraljósum.

  • Við tökum okkur Jólafrí

    Í dag er síðasti dagurinn til að panta á netinu, og um miðnætti tökum við jólakertin af vefsíðunni. Það verður styttri opnunartími í Gallerýinu næstu viku þar sem við verðum sjálf ekki við vegna persónulegra ástæðna, en verðum með starfsmann sem mun auglýsa á fésbókinni hvenær er opið. Við óskum öllum viðskiptavinum okkar nær og fjær Gleðilegra Jóla og farsæls komandi árs og vonandi sjáum við ykkur sem flest á nýju ári. Helga og Steini í Töfraljósum

  • Loksins, loksins...

    segja margar konur á Selfossi, við erum í þessum töluðu orðum að gera kerti með hinum vinsæla Myrru Special ilm sem ég gerði fyrir margt löngu fyrri Snyrtistofuna Myrru sem var hér á Selfossi. Við erum með vinnuheiti á þessum ilm sem við köllum Sólarlag, og ég held að það verði endanlegt heiti á þessum yndislega ilmi sem ég vann með Þórdísi Þórðardóttur snyrtifræðingi með meiru :) Hér er þessi yndislegu kerti mætt. Við bættum einnig við einum vetrar - jólailmi sem heiti Mjúk Myrra. Hlýr ilmur með smá sítrus. Nú er veturinn loksins mættur á Suðurlandið og við erum ánægð að sjá alvöru snjó loksins og það á Aðventunni, enda var síðasti vetur frekar kaldur og jörð meira og minna auð. Þá er þetta komið í bili, þangað til næst kær kveðja, Helga í Töfraljósum

  • Við erum að reyna að halda í við...

    Já það er annsi mikið búið að vera að gera hjá okkur, bæði í okkar hefbundnu kertum og svo sérpöntunum. Þannig að við höfum ekki alltaf haft tíma til að láta heyra frá okkur. Enn ég ákvað að skella fáeinum línum á blað svo þið haldið ekki að við séum ekki að útbúa ljós fyrir ykkur kertaelskendur. Við framleiddum helling af Kanilstangakertunum en þau eru öll uppseld núna. Því miður, vitum ekki hvort við komust í að framleiða fleiri fyrir jól. Eins og sést á myndinni þá er nóg að gera og þessi kerti verða koma upp núna í kringum helgina. Svo loksins kemur hin óhefbundni jólailmur í hillurnar, hann heitir Mjúk Myrra, ég sjálf er alltaf svolítið veik fyrir þessum austurlensku ilmum. Við tókum að okkur að sérframleiða kerti fyrir Me&Mu sem eru staðset á Garðatorgi og verða svo líka í Gróðurhúsinu í Hveragerði. Eins var það gert fyrir Listasafn Akureyrar. En þessar sérframleiðslur eru ilmlausar, sem margir eru kannski hissa á, en þetta er gert því annars vegar er verið að selja matvörur og hinsvegar er fólk að koma sem er kannski misviðkvæmt fyrir ilm. Svo eins og þið sjáið er margt að gerast við viljum minna á söluaðilana okkar um allt land. Við skellum svo nýja ilminum inn þegar hann er kominn í föt :) þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

  • Við erum í jólaskapi :)

    Við erum að fara gera þessi hér sem hafa verið mjög vinsæl hjá okkur. Þau eru einstök og aðeins gerð í fáeinum eintökum þegar þau eru gerð. Hægt er að senda mér línu á helga@tofraljos.is og panta Kanilstanga kerti. #kanill #íslenskhönnun Við erum á fullu að gera jólakertin og aðventukertin eru að verða til og við munum pósta þeim þegar þau verða tilbúin. Hér er smá sýnishorn af þeim sem við gerðum í fyrra. #Aðventa #íslenskhönnun Það bættist í söluaðila hjá okkur í vikunni en það er Cafe Vatnajökull á Fagurhólmsmýri. Við erum glöð að sjá að það er að bætast við landsbyggðarsöluaðila. Þangað til næst, kær kveðja Helga og co. Töfraljósum

  • Við erum farin að telja niður....

    Já jólin nálgast hratt, þó nú sé aðeins október, þá erum við farin að huga að jólakertum. Nokkrar sortir eru nú þegar komnar í hillurnar. Við erum samt ekki farin að gera aðventukransa kertin, en fyrir þá sem hafa áhuga á að fá kerti í kransana er um að gera að fara hugsa sinn gang og hafa samband við okkur. Þetta er einn af okkar vinsælustu jólailmum :) Við verðum með lokað meira eða minna í næstu viku en þá sér dóttir mín um kertagerðina og hún verður við á morgnanna og eitthvað frameftir degi. Við erum að fara í smá skreppu til Danmerkur og vonandi kíki ég á eitthvað spennandi sem ég kem með í hugmyndabankann minn. Annars er allt á fullu hér í að gera í Jólakertum, við erum að fylla hillurnar til að hafa undan svo allir geti fengið sinn jólailm. Við munum senda ykkur smá pistil seinna en núna er ekki tími í mikið af markaðsherferðum því við erum að vinna í því sem skiptir máli þ.e. kertunum :) Svo þangað til næst :) kær kveðja, Helga í Töfraljósum.

  • Húmið nálgast og .....

    Nú þegar Verslunarmannahelgin er yfirstaðin þá fer rökkrið að sækja að okkur á landinu fagra. Þá er um að gera að ná sér í falleg kerti, hér verða haust og vetrar ilmir alsráðandi eftir nokkrar vikur, enda ekkert yndislegra en að sitja og njóta ljósanna og ilmsins í hauströkkrinu. Oft spái ég í hvað er haustilmur? Er það af því berjum.. já fyrir mér er það haust, hin ýmsi berjailmur og að finna sig í ilmnum liggjandi í lyngi. Vá nú er hugurinn kominn hálfa leið :) En svo eru aðrir sem vilja skógarilmi, brendan við í kamínu ilm sem er afar rómantískur. Já sem betur fer erum við ekki eins og allir hafa sínar upplifanir af ilmum. Við hér á Suðurlandinu höfum fengið smá af sólinni hingað sem er vel þegið eftir frekar rigningasama tíð, en við erum öllu vön hérna megin á landinu. En nú þegar við förum að sjá haustið birtast í sinni litadýrð fögnum við því líka. Þessi litadýrð gefur innblástur í að gera litrík kerti, en við sjáum samt að viðskiptavinnir leita í hvít, grá og brúnleit kerti þessa dagana hefur það með tísku í málingu að gera. Reyndar hafa þessi verið vinsæl í sumar og ég varla haft við að framleiða þau, enda er vaxið endurunnið í þau og það er ekki óþjótandi hjá mér, því ég nota engöngu vax sem gengur af hér til að vera með mína blöndu í þeim. Og svo eru krukkurnar endurnýttar og þakka ég þeim sem hafa verið að gauka þeim að mér. Þá er komið jæja hjá mér í bili, það er langt síðan ég seti eitthvað á blað en þetta kemur með haustinu og þegar fjölgar í haustilmum og ég verð liprari á takkaborðinu :) Þangað til næst... Kær kveðja, Helga í Töfraljósum

  • Sumarfríin nálgast....

    Þetta kalda vor hefur set svip sinn á landann þetta árið. Kuldinn og rignigin hér sunnan lands varla komið sólardagur. Þegar ég losnaði af sjúkrahúsinu hlakkaði ég til að geta setið úti og drukkið í mig sól og hlýju en það var annað sem beið mín. Svo ég dreif mig í að vinna til að vera búin að fylla hillurnar fyrir sumarfríin og eiga nóg þegar þeir sem koma hér á sumrin til að fylla á lagerinn í sumarhúsunum sínum. Þessir tveir eru með þeim vinsælli á sumrin. Eins ætlum við að hafa einn ilm í viku hverri sem verðu á góðum afslætti, það verða kerti vikunnar. Þau verða auglýst á fésbókarsíðuni okkar og Instagram. Þessir verða seldir með ilmvaxi þessa vikuna, og verða4 kubbar með hverjum brennara. Ilmirnir eru Vanilla og Rauðvín og kertaljós. Við erum líka með olíur í öllum ilmum sem eru á síðunni okkar. Þær eru eingöngu selda hér hjá okkur í Gallerýinu því við setjum í glösin þegar komið er til okkar. Hægt er að koma með glös til okkar og við fyllum á. Ég big að heilsa í bili og þangað til næst, Kær kveðja, Helga í Töfraljósum

bottom of page