top of page

Search Results

19 items found

  • Töfraljós - Ilmkertagerð - Kertagallerý - Íslenskt Handverk - Íslensk hönnun | iceland designer | Fossheiði 5, Selfoss, Iceland

    ILMKERTI Í ÚRVALI Íslenskt handverk - Íslensk hönnun Við framleiðum Við framleiðum kerti að þínum óskum. Sjáðu meira Íslensk framleiðsla Við höfum framleitt ilmkerti í 25 ár og höfum fengið verðlaun fyrir þau á erlendri grund. Lesa um fyrirtækið Nýr ilmur Quick View Vorvindur - Íslensk Ilmkerti Price 4.200kr Tax Included Bæta í körfu Takmarkað upplag Quick View Rustic ilmkerti - Sumarilmir Price From 3.500kr Tax Included Bæta í körfu Nýr ilmur Quick View Norðurljós - Aurora - Íslensk ilmkerti, hönnuð og framleidd á Íslandi Price 4.200kr Tax Included Bæta í körfu Sumarið er tíminn Quick View Kokteilar - Íslensk ilmkerti Price 4.750kr Tax Included Bæta í körfu Margir ilmir Quick View Soya Ilmkerti - Íslensk Ilmkerti Price 5.200kr Tax Included Bæta í körfu Nýtt / Ilmlaus Quick View Kósý kerti - 4 saman - Íslensk kerti Price 10.000kr Tax Included Bæta í körfu Vinsælir ilmir Quick View Soyjakerti - Íslenskt ilmkerti Price 4.100kr Tax Included Bæta í körfu Nýtt Quick View Útikerti í útikertastjaka - Íslensk ilmkerti Price 1.500kr Tax Included Forpöntun Nýtt Quick View Útikertastjaki - Íslensk ilmkerti Price From 5.000kr Tax Included Bæta í körfu Nýtt Quick View Soyjailmkerti / Lavender - Íslensk ilmkerti Price 3.500kr Tax Included Bæta í körfu Nýtt Quick View Soyjailmkerti / Sjávardraumur - Íslensk ilmkerti Price 3.500kr Tax Included Bæta í körfu Nýr ilmur Quick View Vanillu línan @Töfraljós Ilmkertagerð. Íslensk ilmkerti Price 4.200kr Tax Included Bæta í körfu Nýr ilmur Quick View Ananas ... mmmm - Íslenskt ilmkerti Price 4.200kr Tax Included Bæta í körfu Nýr ilmur Quick View Íslenskir Karlmenn - Íslensk ilmkerti Price 4.200kr Tax Included Bæta í körfu Hugleiðsla Quick View White Sage - Íslensk ilmkerti Price 4.200kr Tax Included Bæta í körfu Victoria secret ilmur Quick View Love Spell / VS -Íslensk ilmkerti Price 4.200kr Tax Included Bæta í körfu Úrval af ilmolíum Quick View Ilmolíur Price 2.000kr Tax Included Bæta í körfu Kózý Quick View Kampavín ! Íslensk ilmkerti Price 4.200kr Tax Included Bæta í körfu Kózy Ilmur Quick View Bútasaumur Ömmu - Íslensk ilmkerti Price 4.200kr Tax Included Bæta í körfu Ilmlaus Quick View Veislukerti - Íslensk kerti Price 11.900kr Tax Included Bæta í körfu Einkunnarorð okkar eru: Lífið er of stutt til að kveikja á kertum sem ilma ekki Við erum staðsett Á Fossheiði 5, 800 Selfossi Síminn okkar er : 893 6804 ILMKERTI Í ÖLLUM STÆRÐUM Stórkostlegt úrval af ilmum Verið velkomin að skoða ykkur um í þessari ilmveislu sem haldinn er í Töfraljósum. Við bjóðum upp á mesta úrval íslenskra ilmkerta, öllum framleiddum hjá okkur. Kertin eru í ýmsum stærðum, einnig er hægt að sérpanta hjá okkur í litaþemum að ykkar vali. Lífið er of stutt til að kveikja á kertum sem ilma ekki VEFVERSLUN TÖFRALJÓSA Töfraljós - Ilmkertagerð - Kertagallerý er ein af fáum vefverslunum innanlands, sem bjóða þér að versla fyrsta flokks ilmkerti, unnin á Íslandi. Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki sem samanstendur af frumkvöðlinum og hönnuðinum Helgu Elínborgu Auðunsdóttur og eiginmanni hennar Þorsteini Gunnarssyni. Töfraljósa kertin hafa verið seld um allt land í gegnum vefversluninna frá því í desember 1999. Við bjóðum upp á fjöldan allan af ilmum í kertunum okkar og því er nauðsynlegt að fylgja okkur á fésbókinni og hér til að sjá nýungar en við bætum við ilmum allt árið um kring eftir því hvaða árstíð er. ​ To play, press and hold the enter key. To stop, release the enter key. Verið velkomin til okkar Við tökum með ánægju á móti þér hér að Fossheiði 5 á Selfossi. Sími: 893 6804 Viltu senda okkur línu gerðu það hér: Við höfum alltaf gaman að fá að heyra í viðskiptavinum okkar Senda Þetta er á leiðinni til Töfraljósa! Persónuverndastefna Töfraljósa sjá hér

  • Ilmkerti | Töfraljós Ilmkertagerð| Fossheiði 5 800 Selfoss | Kerti

    Hér erum við Kíktu við þegar þú ert á Selfossi ​Heimilsfang : Fossheiði 5 800 Selfoss Talaðu við okkur Við höfum gaman að heyra frá þér ​E-MAIL Helga at tofraljos.is Sími : 893 6804 ​ Senda Takk fyrir að hafa samband

  • Skilmálar | Töfraljós Ilmkerti

    HÉR ER UM ALLT UM GREIÐSLUR OG PERSÓNUVERND Lífið er of stutt til að kveikja á kertum sem ilma ekki. Skilmálar Töfraljósa Greiðslur: Vörur, sem þú kaupir á TOFRALJOS.IS, eru greiddar fyrir afhendingu, þ.e ýmist með greiðslukorti(VISA eða EURO) eða með bankainnleggi á eftirfarandi reikning: Íslandsbanki bankanr.: 0586 - Höfuðbók: 26 - Reikningsnr.: 150 Kennitala: 030358 2879 Eig.: Þorsteinn Gunnarsson og Helga Auðunsdóttir Um afgreiðslu og sendingarkostnaður: Allar vörur eru sendar heim til þín með Íslandspósti og fer það eftir vinnureglum Íslandspósts á hverjum stað, hvort þú þarft að sækja vöruna á næsta pósthús eða hvort hún er borin út til þín. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn verði vörunnar. Athugið! Það þýðir ekki að hringja og biðja okkur að senda í póstkröfu. Við gerum það einfaldlega ekki. Ef senda á til útlanda þá þarf að hafa samband við okkur (helga@tofraljos.is ) til að fá fluttingskostnað reiknaðan út. Við söfnum ekki kreditkortanúmerum, ef þú vilt borga með korti, þá greiður þú í gegnum Braintree sem er dótturfyrirtæki PayPal. Við geymum heimilisfang og netfang til að senda frá okkur vöruna en seljum ekki 3 aðila aðgang að þínum upplýsingum. Við geymum þetta í takmarkaan tíma en síðan okkar geymir IP tölur svo við getum fengið upplýsingar um söluferli í búðinni okkar en engar persónuupplýsingar. Ef þú vilt: gera athugasemd eða spyrja okkur um skilmálana þá hafðu samband. Eigendur: Eigendur af Töfraljósum eru hjónakornin Þorsteinn Gunnarsson og Helga Auðunsdóttir. Persónuverndarstefna Töfraljósa ​ Töfraljós fagnar nýrri persónuverndarlöggjöf (GDPR) sem kom til framkvæmda 25. maí 2018 í Evrópu og 16. júlí 2018 á Íslandi. Persónuvernd og öryggi því tengt er mikilvægt fyrir okkur öll og það var nauðsyn á skarpari reglum sem snéru að meðferð fyrirtækja og stofnanna á persónuupplýsingum og eru reglurnar því kærkomin réttarbót. Ný persónuverndarstefna Töfraljósa er eftirfarandi: Almennt um persónuupplýsingarnar Töfraljós leggur áherslu á öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina sinna. Töfraljós leggur áherslu á að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga (Persónuverndarlögin). Töfraljós leggur áherslu á að vinnsla á persónugreinanlegum upplýsingum sé takmörkuð að því marki að hægt sé að veita þá þjónustu sem viðskiptavinir biðja um. Töfraljós leggur áherslu á ábyrga vinnslu upplýsinga um viðskiptavini og að sú vinnsla sé gerð á ábyrgan, öruggan og löglegan hátt. Töfraljós leggur áherslu á að allar upplýsingar um viðskiptavini sem látnar eru í té eða sóttar með þeirra leyfi til þriðja aðila séu eingöngu sóttar í þeim tilgangi að hægt sé að veita viðskiptavinum þá þjónustu sem þeir biðja um. Töfraljós leggur áherslu á að viðskiptavinir Töfraljósa séu eigendur að sínum eigin persónuupplýsingum, hafi einir aðgang að slíkum upplýsingum, ásamt starfsfólki Töfraljósa og nauðsynlegum þriðju aðilum. Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og hvers vegna? Þessi kafli lýsir því hvers vegna við söfnum persónulegum upplýsingum, hvaða upplýsingar er unnið með og hvers vegna það er gert. ​ 1. TIL ÞESS AÐ VINNA MEÐ OG HALDA UTAN UM PANTANIR OG VÖRUKAUP Unnið er með persónuupplýsingar til þess að: afhenda pantaða/keypta vöru eða þjónustu (þ.m.t. tilkynningar um stöðu pöntunar og til að hafa samband vegna spurninga/upplýsinga um afhendingu). geta staðfest aldur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. geta staðfest upplýsingar um heimilisfang með tengingu við utanaðkomandi skrár, t.d. Þjóðskrá eða símaskrá. hjálpa til við vöruskil, kvartanir og ábyrgðarmál. Tegundir upplýsinga sem er unnið með: Nafn Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer) Greiðsluupplýsingar (s.s. upplýsingar um færslur, dagsetningu færslna). Kennitala Viðskiptavinanúmer Greiðslusaga Pöntunarsaga, s.s. hvaða vara var keypt og hvert hún var send ​ 2. TIL ÞESS AÐ HAFA UMSJÓN MEÐ AÐGANGI ÞÍNUM AÐ VEFMIÐLUM OKKAR Unnið er með persónuupplýsingar til þess að: veita heimild til innskráningar. geta staðfest aldur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. halda upplýsingum réttum og uppfærðum gera okkur fært að fylgjast með vörukaupayfirliti halda utan um stillingar og upplýsingar tengdum greiðslusögu og greiðsluleiðum gera þér kleyft að vista innkaupalista/óskalista, gera tillögur að innkaupalista eða öðrum leiðum til að einfalda hlutina fyrir þér. Greiningar eru gerðar til að gera okkur þetta kleyft. Tegundir upplýsinga sem er unnið með: Nafn Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer) Notandanafn og lykilorð Upplýsingar um vörukaup Upplýsingar um tölvuna þína, símann eða önnur tæki sem þú notar og stillingar þeirra. Greiðslusaga Kennitala Viðskiptavinanúmer Heimilisföng frá þriðja aðila, s.s. Þjóðskrá eða úr símaskrá ​ 3. TIL ÞESS AÐ MARKAÐSSETJA VÖRUR OG ÞJÓNUSTU Unnið er með persónuupplýsingar til þess að: Mæla með viðeigandi vörum, gera tillögu að innkaupalistum, minna á gleymdar/geymdar vörukörfur eða vista óskalista/innkaupalista til að einfalda framtíðarkaup eða álíka Senda markaðsskilaboð í gegnum tölvupóst, símaskilaboð, samfélagsmiðla og sambærilega rafræna samskiptamiðla, auk hefðbundins pósts, þar á meðal skilaboð frá tengdum aðilum til viðskiptavina utan vildarvinakerfis. Til dæmis, með markaðsherferðum eða með því að senda tilboð og boð á viðburði til: allra viðskiptavina, ákveðins hluta viðskiptavina (t.d. kvenna/karla milli þrítugs og fertugs á höfuðborgarsvæðinu), eða til einstakra viðskiptavina. Tegundir upplýsinga sem er unnið með: Nafn Kennitala Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer) Aldur Búseta Upplýsingar um hvernig viðskiptavinur notar vefsíður og aðra rafræna miðla fyrirtækisins. Upplýsingar um vörukaup. Gögn sem notandi býr til (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar). Til að skilja hvers kyns markaðssetningu ætti að nota, greinum við: Hvernig vefsíður og vefmiðlar eru notuð (t.d. hvaða vefsíður og hlutar vefsíðna hafa verið heimsótt og hverju hefur verið leitað að). Vörukaupasaga Aldur og búseta Niðurstöður úr könnunum ​ 4. TIL ÞESS AÐ GETA FRAMKVÆMT OG HALDIÐ UTAN UM ÞÁTTTÖKU Í KEPPNUM OG VIÐBURÐUM Unnið er með persónuupplýsingar til þess að: Eiga samskipti við þátttakendur í keppnum. Eiga samskipti við þátttakendur fyrir og eftir viðburði (t.d. staðfestingar, tilkynningar, spurningar) Geta staðfest aldur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Velja vinningsahafa og koma vinningum til skila. Tegundir upplýsinga sem er unnið með: Nafn Kennitala eða aldur Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer) Upplýsingar sem eru gefnar upp til að taka þátt í keppni/leik. Upplýsingar sem eru gefnar upp í tengslum við viðburð. ​ 5. TIL AÐ HALDA UTAN UM BÓKUN ÞJÓNUSTU (T.D. PERSÓNULEG RÁÐGJÖF EÐA ÁLÍKA) Unnið er með persónuupplýsingar til þess að: Halda utan um bókanir, breytingar á bókunum og afboðanir. Geta haft samband vegna bókana og til að minna á þjónustu. Tegundir upplýsinga sem er unnið með: Nafn Tengiliðaupplýsingar (s.s. netfang, símanúmer) Upplýsingar sem þú velur og veitir, sem hjálpa þjónustuaðilanum að undirbúa þjónustuna. ​ 6. TIL AÐ HALDA UTAN UM ATHUGASEMDIR/KVARTANIR VEGNA ÞJÓNUSTU Unnið er með persónuupplýsingar til þess að: Eiga samskipti við viðskiptavini í gegnum síma eða rafræna miðla (þ.m.t. samskiptamiðla) Gera okkur fært að auðkenna viðskiptavini. Gera okkur fært að rannsaka kvartanir og geta stuðst við gögn (m.a. með hjálp tækninnar). Tegundir upplýsinga sem er unnið með: Nafn Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer) Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar vegna athugasemdar/kvörtunar. Upplýsingar um kaupdag, staðsetningu vörukaupa eða vörugalla/kvartanir. Notandaupplýsingar frá netaðgangi, t.d. þegar viðskiptavinur á í vandræðum með að innskrá sig. Tækniupplýsingar frá þínum tækjum. Kennitala ​ 7. TIL AÐ UPPFYLLA LAGALEGAR SKYLDUR Unnið er með persónuupplýsingar til þess að: Uppfylla lagalegar skyldur, eins og lög á hverjum tíma krefjast, skv. dómsúrskurði eða annað álíka. Slíkar skyldur geta t.d. varðað öryggisskuldbindingar vegna vöru og því gætum við þurft að láta af hendi samskipti eða upplýsingar til almennings og/eða viðskiptavina, er varða ábendingar um vörur eða innköllun vara, t.d. vegna galla eða áhrifa á heilsu. Tegundir upplýsinga sem er unnið með: Nafn Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer) Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar af viðskiptavini Upplýsingar um kaupdag, staðsetningu vörukaupa eða vörugalla/kvartanir. Notandaupplýsingar frá netaðgangi Kennitala Greiðsluupplýsingar ​ 8. TIL AÐ LEGGJA MAT Á, ÞRÓA OG BÆTA ÞJÓNUSTU OKKAR, VÖRUR OG KERFI FYRIR VIÐSKIPTAVINI ALMENNT Unnið er með persónuupplýsingar til þess að: Gera þjónustuna notendavænni, t.d. með því að breyta viðmóti til að einfalda flæði upplýsinga eða til að gera mikið notaða eiginleika rafrænna miðla meira áberandi. Skrásetja upplýsingar til þess að bæta ferla er varða vöruflæði, t.d. með því að spá fyrir um sölur, birgðastöðu og sendingar. Skrásetja upplýsingar til þesss að bæta vöruframboð. Skrásetja upplýsingar til þess að auka skilvirkni með umhverfi og samfélagslega ábyrgð í huga, t.d. með því að straumlínulaga innkaup og afhendingar. Skrásetja upplýsingar til þess að undirbúa fyrir opnun nýrra verslana og birgðageymsla Veita þér tækifæri til að hafa áhrif á vöruframboðið sem við bjóðum upp á. Skrásetja upplýsingar til að bæta tölvu- og tæknibúnað til að auka öryggi viðskiptavina og þeirra sem heimsækja vefmiðla okkar. Tegundir upplýsinga sem er unnið með: Gögn sem notandi býr til (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar). Aldur Búseta Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar af viðskiptavini Tæknilegar upplýsingar sem snúa að þeim tækjum sem notuð eru og stillingar, s.s. tungumálastillingar, IP tölur, vafrastillingar, tímabelti, stýrikerfi, skjástillingar o.fl. Upplýsingar um notkun þína, t.d. á hvaða hátt þjónustur voru notaðar, hvernig innskráningu var háttað, hvar og hversu lengi ýmsar síður voru heimsóttar, viðbragðstími, villur við niðurhal, hvernig hægt er að tengjast þjónustum og hvenær farið var úr þjónustum, o.s.frv. Til þess að gera þetta þá framkvæmum við greiningar á heildargögnum (ekki á einstaklingum), varðandi: Hvernig vefsíður okkar og aðrir rafrænir miðlar eru notuð (t.d. hvaða síður eða síðuhlutar hafa verið heimsótt og að hverju hefur verið leitað). Vörukaupasaga Aldur Landfræðilegar og/eða lýðfræðilegar upplýsingar Upplýsingar frá viðskiptavinum, veittar m.a. með könnunum Gögn út tækjum viðskiptavina og tæknilegar stillingar. ​ 9. TIL ÞESS AÐ FYRIRBYGGJA MISNOTKUN Á ÞJÓNUSTU EÐA TIL AÐ RANNSAKA OG KOMA Í VEG FYRIR GLÆPI GEGN FYRIRTÆKINU Unnið er með persónuupplýsingar til þess að: Rannsaka eða koma í veg fyrir svik eða aðra misnotkun t.d. skrásetning tilvika í verslunum. Koma í veg fyrir ruslpóst, áreiti, innskráningar án leyfis eða aðrar óleyfilegar aðgerðir. Vernda og bæta tölvu- og tækniumhverfi gegn árásum Tegundir upplýsinga sem er unnið með: Vörukaupa- og notkunarupplýsingar (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar). Kennitala Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum. Tæknilegar upplýsingar sem snúa að þeim tækjum sem notuð eru og stillingar, s.s. tungumálastillingar, IP tölur, vafrastillingar, tímabelti, stýrikerfi, skjástillingar o.fl. Upplýsingar um hvernig rafrænar þjónustur okkar eru notaðar. ​ 10. TIL ÞESS AÐ UMBUNA VILDARVINUM OG VEITA ÞEIM SÉRSTÖK KJÖR Unnið er með persónuupplýsingar til þess að: Umbuna viðskiptavinum, t.d. með afsláttum, tilboðum, boðum á viðburði, gjöfum, eða með annarri beinni markaðssetningu. Framkvæma greiningar á gögnum sem fyrirtækið safnar með sama tilgangi, t.d. hvernig meðlimurinn notar vefsíður og aðra rafræna miðla (s.s. hvaða vefsíður og hluta af vefsíðum meðlimurinn heimsótti og að hverju hann leitaði), vörukaupasögu, aldri, búsetu, vali (t.d. á vöruframboði) og öðrum stillingum á rafrænum þjónustum fyrirtækisins, auk niðurstaðna úr könnunum. Greiningarnar gætu verið notaðar til að skipta meðlimum í viðskiptavinahópa til þess að veita ákveðnum hópum ákveðin kjör og afslætti, byggt á vörukaupasögu, áhuga, aldri, búsetu og markaðsrannsóknum. Greiningin er gerð niður á einstaklinga til þess að geta veitt persónuleg tilboð, kjör og samskipti. Tegundir upplýsinga sem er unnið með: Nafn Kennitala Notandanafn Viðskiptavinanúmer Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer) Búseta Vörukaupasaga Gögn sem notandi býr til (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar). Val viðskiptavinar á vörum og þjónustu Tæknilegar upplýsingar um tölvuna þína, síma og önnur tæki sem þú notar og stillingar þeirra, t.d. tungumálastillingar. Upplýsingar um staðsetningu tækja. ​ 11. TIL AÐ VEITA ÞJÓNUSTU SEM ER AÐLÖGUÐ AÐ HVERJUM OG EINUM Unnið er með persónuupplýsingar til þess að: Bjóða upp á efni sem passar fyrir hvern og einn, t.d. með því að mæla með vörum sem eiga við, veita ábendingar um innkaupalista eða nota aðrar svipaðar leiðir til að einfalda hluti fyrir viðskiptavini. Einfalda notkun á þjónustum, t.d. með því að geyma innkaupalista/óskalista eða greiðsluleiðir til að hjálpa til við vörukaup síðar meir eða að minna á gleymdar/geymdar vörukörfur. Framkvæma greiningu á upplýsingunum sem við söfnum svo hægt sé að skipta meðlimum í mismunandi viðskiptavinahópa, til þess að hægt sé að bjóða mismunandi tilboð, kjör og afslætti til mismunani hópa miðað við vörukaupasögu, óskir, aldur, búsetu og markaðsrannsóknir. Greiningin er gerð niður á einstaklinga til þess að geta veitt persónuleg tilboð, kjör og samskipti. Tegundir upplýsinga sem er unnið með: Nafn Kennitala Aldur Búseta Vörukaupasaga Gögn sem notandi býr til (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar). Val viðskiptavinar á vörum og þjónustu Tæknilegar upplýsingar um tölvuna þína, síma og önnur tæki sem þú notar og stillingar þeirra, t.d. tungumálastillingar. Til þess að uppfylla skuldbindingar sínar, framkvæmir fyrirtækið greiningar er varða t.d. Hvernig vefsíður og vefmiðlar eru notuð (t.d. hvaða vefsíður og hlutar vefsíðna hafa verið heimsóttar og hverju hefur verið leitað að). Vörukaupasaga Aldur Búseta Óskir (t.d. varðandi vöru og þjónustu, áhuga og hegðun) Tungumálastillingar og aðrar stillingar í rafrænum þjónustum. Niðurstöður úr könnunum. Upplýsingar til þriðja aðila Persónugreinanleg gögn kunna að vera færð til samstarfsaðila Töfraljósa til þess að hægt sé að vinna með þau. T.d. þegar kemur að markaðssetningu (prentun, dreifing o.fl.), dreifingu, flutning, greiðsluleiðum og tækniþjónustu. Þegar persónugreinanlegum gögnum er deilt með samstarfsaðilum þá eiga gögnin einungis að vera meðhöndluð í samræmi við tilgang Töfraljósa við gagnasöfnunina. Að auki, getur Töfraljós þurft að veita stjórnvöldum (t.d. lögreglu og skattayfirvöldum) persónugreinanlegar upplýsingar. Töfraljós getur líka þurft að veita bönkum, korta- og greiðsluleiðafyrirtækjum og flutningsfyrirtækjum aðgang að persónugreinanlegum gögnum. Í slíkum tilvikum eiga samstarfsaðilar okkar að vinna gögnin í samræmi við lög og reglur um vinnslu persónuupplýsinga. ​ Smákökur (cookies) Það eru tvær tegundir af smákökum. Ein geymir textaskrá í ákveðinn tíma, þar til hún rennur út. Tilgangur hennar er t.d. að segja þér hvað hefur gerst frá því þú heimsóttir síðast. Hin tegundin er svokölluð session cookie, sem hefur ekki dagsetningu. Textaskráin er vistuð tímabundið, á meðan þú ert á vefsíðu og gæti t.d. hjálpað til við að muna tungumálið sem þú ert að nota. Um leið og vafranum er lokað, eyðist textaskráin. Á tofraljos.is, kerti.is og ilmkerti.is notum við smákökur til að halda utan um það hvað þú hefur sett í vörukörfuna. Við notum líka smákökur til að halda utan um tölfræði, til þess að hjálpa við þróun síðnanna. Þeim upplýsingum er safnað í samstarfi við þriðja aðila. Vefkerfið sem vefsíður Töfraljósa byggja á og viðbætur við það kunna einnig að notast við smákökur til að bæta upplifun viðskiptavina. Til þess að notast við vefsíður okkar þarf að samþykkja smákökur. Þú getur gert það í stillingum vafrans sem þú notar. Ef þú gerir það ekki, þá getur verið að vefsíðurnar virki ekki sem skyldi. Bókhaldsgögn Bókhaldsgögn Töfraljósa eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast við lög þess efnis. Takmörkun ábyrgðar Að því marki sem gildandi lög heimila, ber Töfraljósa enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða hún útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til stórfeldrar/vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu Töfraljósa. Töfraljósa ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni eða því að þjónustan virki ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika. ​ Lög og lögsaga Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Suðurlands ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt. Samþykki þitt Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar og breytingar sem kunna að verða á henni. Ef persónuverndarstefnu okkar verður breytt mun dagsetningunni hér að neðan verða breytt. Þessari persónuverndarstefnu var síðast breytt 30.nóvember 2020. Hafðu samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessa persónuverndarstefnu með því að nota upplýsingarnar hér að neðan. Töfraljós/ Þorsteinn Gunnarsson Kt. 030358 2879 Fossheiði 5 800 Selfoss Töfraljós sími: (+354) 8936804 Hafa samband

  • Gjafakort | Ilmkerti | Töfraljós - Ilmkertagerð - Kertagallerý| Selfoss | Íslensk hönnun

    eGjafakort 5.000 ISK Auðveld lausn fyrir þá sem allt eiga, hér getur þú sent vinkonum og vinum frábæra gjöf. Íslensk ilmkerti hönnuð og framleidd á Íslandi. ... Read more Upphæð 5.000 ISK 10.000 ISK 15.000 ISK Önnur upphæð Magn Buy Now

  • Ummæli | Töfraljós Ilmkerti

    Ummæli Viðskiptavina... ​ Sæl Nafna mín Ég kveikti á Jólaepla kertinu og svilkona mín vill fá 2 stk sem ér að panta fyrir hana hér með. Frábær ilmum! Takk fyrir mig og gleðilega hátíð. Helga á Sauðárkróki. Ótrúlega ánægð með kertin hjá Töfraljósum, dásamleg lyktin og svo fallega unnin Ég mun svo sannarlega versla fleiri! Súsanna Ég keypti bæði jólagjafir og fyrir mig þessi dásamlegu kerti, mér fannst mitt algjört æði og þær sem fengu í jólapakkann sinn voru virkilega ánægðar. Takk fyrir frábærar tækifærisgjafir og heimilisprýði. Berglind Góðan daginn Þú ert að biðja um smá álit mín kæra,ekki nema sjálfsagt.Þessar vörur þínar eru einfaldlega bestu kertavörur og ilmir í glösum sem ég hef prufað.Hef ekki keypt mér kerti hjá öðrum síðan ég byrjaði að versla við þig nema teljósin..Hvað getur maður sagt annars? Einu sinni prufað og þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Kveðja Elín

  • Ilmkerti | Sagan okkar | Töfraljós - Ilmkerti - Kertagallerý

    Lífið er of stutt til að kveikja á kertum sem ilma ekki UM ÆVINTÝRIÐ OKKAR Sagan Hvað framleiðum við? Við framleiðum í dag ilmkerti og ilmolíur, eins hafa skrautkerti án ilms verið að skjóta upp kollinum hjá okkur. Töfraljós voru stofnuð rétt fyrir jól 1999. Mér fannst vanta á markaðinn raunveruleg ilmkerti sem brunnu ekki upp á einum degi og ilmurinn varla til að tala um þótt lyktin af kertinu væri kæfandi. Fyrr á þessu ári hafði ég komist í kynni við konur frá ýmsum löndum og þær voru og eru enn uppfullar af allskonar upplýsingum sem hafa hjálpað mér mikið, því það er óþarfi að allir finni upp hjólið. Eftir margar prufur á vaxi og ilmefnum þá á endanum var komið val um að kaupa vax og ilmefni sem mér líkaði samspilið og gaf bestan ilminn og hélst í kertinu hvort sem það stóð á borði eða var kveikt á því. Ég byrjaði í eldhúsinu en það var nú ekkert voðalega vinsælt. Því nú var matur eftir því hvernig stóð á pöntunum og eldhúsborðið var fullt af kertum sem pakka þurfti þannig að aðstaðan til að borða var farin líka. Með fortölum fékkst ég til að flytja mig yfir í vaskahúsið með pottanna mína og pönnurnar. Þá tók ekki betra við að sögn heimilismanna, ef þvegið var þá angaði þvotturinn af því ilmefni sem notað var í það skipti sem hengt var upp. Svo fór að bera á því að heimilisfólk og gestir áttu erfitt að fóta sig þegar teppum sleppti. Við fórum að leggja tvo og tvo saman og komust að því að sjálfsagt hefði gólfið aldrei verið eins vel bónað eins og eftir að framleiðslan hjá mér jókst. Vaxlag fór að myndast á gólfum og þegar ég skúraði minnkaði hálkan. Nú var svo komið að ef halda átti hálkunni niðri varð að skúra á hverju kvöldi og þar sem annað heimilisfólk var lítið hrifið af því að skúra var þetta hið mesta vandamál. Var sett upp skilti varist hálku :) við útidyrnar. Svo fór að ég fékk á endanum yndislegt hús úti á lóð til að framleiða kertin mín. (Og ég get sagt ykkur það í trúnaði að önnur eins breyting á heimilislífi og þrifum var með ólíkindum.) . Ég byrjaði að nota eingöngu plastmót allskonar í framleiðsluna en tók eftir því að það var eins og ilmefnin og íhlutunarefnin sem ég notaði voru farin að tæra mótin á innan, ég fór þá meira út í gúmmímót en þar sem fleiri voru í framleiðslu á þeim og mér finnst lítið gaman af því að herma eftir öðrum og eftir því sem fleiri framleiða sama hlutinn þá tapa allir. Þannig að næsta skref var árið 2000 að finna góð mót sem hentuð mér og því sem ég vildi gera og sérhæfa mig í. Árið 2001 sendi ég inn kerti í samkeppni hjá virtu félagi sem heitir CC candlemakingclub. Félagar í því framleiða eingöngu kubbakerti eins og ég. Ég þurfti að senda inn vax sem ég hafði litað og skorið niður í kubba og svo nokkur kerti. Þarna vann ég mína fyrstu medalíu og var í fyrsta sæti. Ég tók ekki þátt í keppninni í síðast liðið ár heldur gerðist styrktar aðili og sendi verðlaunagripi fyrir öll þrjú verðlaunasætin. Þó ég hafi viljað halda sætinu mínu þarna var leitað til mín til að gera þessa verðlauna gripi alveg spes og við sem vorum í verðlaunasætunum í fyrra styrktum keppnina með því að gera fallega hluti fyrir vinningshafana. Árið 2002 fór ég með tveim öðrum listakonum norður á Hrafnagil. Það var söguleg sýning að mörgu leiti fyrir okkur allar. Við vissum ekkert við hverju mátti búast og því vorum við alls ekki undirbúnar undir að dreifa því líku magni af bæklingum sem fór frá okkur yfir sýninguna. Ég þóttist nokkuð góð með 700 bæklinga og slatta af nafnspöldum, en þegar dagur 1 var hálfnaður var neyðarhringing austur á Selfoss á Fossheiðina og beðið um eins og 2000 bæklinga í viðbót og þar tók við að heima sat Steini Gunn og prentaði alla nóttina og sendi 1650 bæklinga með flugi næsta dag. Og hélt áfram að prenta og á laugardeginum náðum við í 2000 bæklinga í viðbót og við áttum ekki einn einasta eftir þegar helgin var liðin. Fyrir þessa sýningu vorum við allar á kafi í að framleiða. Ég með eitt mót af hverju kerti og það þurfti miklar taugar til að bíða eftir að kertin kæmust úr mótunum. Þannig að helt var í öll mót og um kvöldið var farið að losa um og hella í mótin aftur til að kerti yrðu tilbúin um morguninn svona var dagurinn minn allan júní og júlí mánuð. Þótti nú heimilismönnum nóg um, ég á taugum yfir því að hafa ekki nóg, og þeir í hálfgerðu svelti meðan pökkunin fór fram í eldhúsinu. En á Hrafnagil komumst við og það var yndislegt að vera þar og við kynntumst mörgum yndislegu handverksfólki, og ekki má gleyma frábæru gestunum sem komu og spjölluðu við okkur og versluðu af okkur. Kertin okkar fást nú víða um allt land en samt eingöngu í litlu mæli því við erum ekki í stórframleiðslu heldur leggjum áherslur á gæði vörunnar og að viðskiptamenn okkar séu ánægðir. ​

  • Um okkur | Töfraljós Ilmkerti

    UM OKKUR Hvar erum við og hver erum við Sími 893 6804 Netfang: tofraljos@tofraljos.is Staðsetning: Fossheiði 5 800 Selfoss Eigendur: Helga Auðunsdóttir Kt.: 280461 - 3349 og Þorsteinn Gunnarsson Kt.: 030358 - 2879 VSK nr.: 82788

  • 404 Error Page | Töfraljós Ilmkerti|Töfraljós - Ilmkertagerð - Kertagallerý|

    OOPS! Það er ekkert hér Þessi síða sem þú varst að leita að finnst ekki ​ Heim á aðalsíðu

  • Spyrja | Töfraljós - Ilmkertagerð | Ilmkerti | FAQ

    How do I pay? You can pay by bank transfer to account 586 26 150 kt 030358 2879 (thorsteinn) or you will receive a link sent by email to you where you enter your card information Can I have it sent by postal order? The answer is no, we do not send by postal order. Are the candles imported? No, they are produced by us, we only produce a small amount of each fragrance at a time. Do you use leftover candles? No, unfortunately we cannot recycle leftover wax, we only use high quality wax and oils to get the highest quality in our candles. Hvar erum þið staðsett? Við erum á Fossheiði 5 á Selfossi

  • Endurgreiðsla | Töfraljós Ilmkerti|Töfraljós - Ilmkertagerð - Kertagallerý|

    Endurgreiðsla Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að skila henni inn verslun Töfraljósa ásamt kvittun til staðfestingar á kaupunum. Varan/ kertið er svo metið hvort um galla sé í kertinu ef ekki er kerti sent aftur til viðkomandi. Við endurgreiðum ekki en hægt er að fá inneignarnótu. Ef skila á kerti og fá annað þarf kertið að vera í upprunalegum umbúðum og óskemmt.

  • Mín verkefni gegnum tíðina | Töfraljós Ilmkerti|Töfraljós - Ilmkertagerð - Kertagallerý|

    No Collections Here Sort your projects into collections. Click on "Manage Collections" to get started

bottom of page