top of page

Við höfum verið..

Að breyta til, eins og margir hafa séð þá höfum við verið að koma inn með soyakerti í kertaglösum. Við bætum við eftir helgina en þá koma þrír af okkar vinsælustu ilmum í glösum.
Þeir verða komnir á síðuna okkar á Mánudaginn uppúr hádegi. Ég hef oft verið spurð afhverju ég sé ekki að gera kerti í glösum, ástæðan er einföld mér finnst alltaf gaman að glíma mið liti og ilm. Við erum núna að hella okkur útí að gera kerti sem verða til sölu eftir áramótin. Ástæðan er sú að ég er að fara í axlaraðgerð nr. 2 og verð óvinnufær fram á sumar allavegna í kertagerðinni því ég vinn ekki á einari þar:) Þannig að nú er verið að gera lager fyrir vormánuðinna.Hér er hinn gullni vökvi sem ég er að vinna með þessa stundina og er mjög spennt að sjá áferðina þegar hann kólnar, þetta er blanda af kókos og soya vaxi. Þarna er að myndast ný lína sem verður eingöngu með allskonar kokkteil ilmum.

Fyrsti ilmurinn verður Mímosa... endilega kommentið á ef einhver sérstakur ilmur kemur upp í hugann.


Þetta var svona smá uppfærsla frá okkur hér í kertagerðinni. Enn þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum.

Comentários


Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.