top of page

Við finnum vorið nálgast :)

Það er komin vor og sumarfílingur í okkur, höfum verið að bæta í safnið af vor og sumarilmum, en svo líka að breyta til,

Nýjasta framleiðslan okkar í Töfraljósum
Kerti með Coco Mango ilm

eins og sést á þessari mynd. Langt síðan við

höfum verið með kúlukerti, alltaf gaman að vinna þau. Þessi eru með hinum sumarlega ilm Coco Mango, sem minnir bara á sól og sumar :)

Þessar kúlur verða í þremur stærðum. Endanleg útfærsla á þessum kúlum er ekki komin, hugurinn er enn að velta fyrir sér hvort ekki eigi að gera meira fyrir þær.


 

Svo koma bráðlega á síðunna nýir ilmir sem hafa vinnuheitin Varðeldur á ströndinni, og Kóriander, líklega heldur kryddnafnið en er enn að velta hinu nafninu fyrir mér, en núna þegar ekki er æskilegt að vera með opinn eld þá eru kerti með viðarilm sem er að brenna tilvalin fyrir "brennuvarganna".



 

Nú þegar allt er í hershöndum vegna veirunnar sem ákvað að heimsækja okkur landsmenn, bið ég þá sem finna fyrir veikindum ekki að vera koma til okkar. En annars eru allir velkomnir, sem eru frískir og fótfráir því við höfum ekki getað mokað innkeyrsluna hjá okkur.


Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page