Við erum búin að opna...
Það tók okkur smá tíma að komast á skrið eftir Covid en erum nú komin á stað.
Erum þessa stundinna að framleiða fyrir RÖKK . Þegar það er búið þá förum við af stað í okkar kerti. Við erum farin að prófa okkur með nýja sumarilmi, t.d Rósir, og vinniheitið á öðrum er Jónsmessunótt, kannski festist það, hver veit.
Svo kom þessi ilmur aftur eftir langt hlé, en hann var framleiddur fyrir snyrtistofu hér á Selfossi um árabil. En við ákváðum að taka hann upp og dusta rykið af uppskriftinni, og hér er hann kominn að nýju.
Við vonum að allir séu heilir heilsu og við öll sjáum fram á bjartari tíma með hækkandi sól.
En það er alltaf tími fyrir falleg kerti sem ilma eins og við segjum:
Lífið er of stutt fyrir kerti sem ilma ekki :)
Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum.
Comentarios