Við erum að taka við okkur :)
Það er mikið búið að ganga á hjá okkur hér á Fossheiðinni sem er ekki frásögum færandi. Þannig að við höfum ekki verið mikið á staðnum þetta sumarið og haustið, Gerðum tilraun til að vinda ofan af okkur með smá skreppu í heitari lönd en þar var of heitt og við reyndar hvíldumst vel en við komum ekki brún heim :)
Við sjáum fram á bjartari tíma vonandi, næsta vika mun skera úr hvort við séum komin í lægð í veikindum föður míns og getum snúið okkur alfarið a vinnu.
Við gáfum okkur tíma til að panta nýja jólailmi sem verða komnir til okkar um miðjan mánuðinn.
Það finnst okkur alltaf jafn spennanandi, en við erum farin að blanda meir og meir á staðnum, og þeir sem heillast að Lavender ættu að kíkja á Lavenderlínuna okkar, en þar er alltaf að bætast við.
Svo er í smíðunum Vanillulína og þar munum við líka sérblanda alla ilmina. Það var ætlunin að gera þetta í sumar en það gekk ekki því við nánast bjuggum í Reykjavík frá því í byrjun júlí.
Við ætlum ekki að hafa þetta lengra í dag, en vonandi hendi ég á ykkur línu von bráðar um það hvenær við setjum fyrstu jólakertin upp í hillur, og svo er gott að fylgjast með okkur því við eigum 20 ára afmæli í desember aldrei að vita uppá hverju við tökum :)
kær kv. Helga í Töfraljósum
Comments