top of page

Við erum að reyna að halda í við...

Já það er annsi mikið búið að vera að gera hjá okkur, bæði í okkar hefbundnu kertum og svo sérpöntunum. Þannig að við höfum ekki alltaf haft tíma til að láta heyra frá okkur. Enn ég ákvað að skella fáeinum línum á blað svo þið haldið ekki að við séum ekki að útbúa ljós fyrir ykkur kertaelskendur.


Við framleiddum helling af Kanilstangakertunum en þau eru öll uppseld núna. Því miður, vitum ekki hvort við komust í að framleiða fleiri fyrir jól.


Eins og sést á myndinni þá er nóg að gera og þessi kerti verða koma upp núna í kringum helgina. Svo loksins kemur hin óhefbundni jólailmur í hillurnar, hann heitir Mjúk Myrra, ég sjálf er alltaf svolítið veik fyrir þessum austurlensku ilmum.


Við tókum að okkur að sérframleiða kerti fyrir Me&Mu sem eru staðset á Garðatorgi og verða svo líka í Gróðurhúsinu í Hveragerði. Eins var það gert fyrir Listasafn Akureyrar. En þessar sérframleiðslur eru ilmlausar, sem margir eru kannski hissa á, en þetta er gert því annars vegar er verið að selja matvörur og hinsvegar er fólk að koma sem er kannski misviðkvæmt fyrir ilm.


Svo eins og þið sjáið er margt að gerast við viljum minna á söluaðilana okkar um allt land.


Við skellum svo nýja ilminum inn þegar hann er kominn í föt :)


þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum


コメント

5つ星のうち0と評価されています。
まだ評価がありません

評価を追加

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page