Vá hvað við njótum!
- Helga í Töfraljósum
- Jun 15
- 1 min read
Já vorið og það sem er af sumri er búið að vera æðislegt, held að allir Íslendingar geti sameinast um að segja það, þrátt fyrir vorhretið sem við fengum.
Við höfum verið að nota dumbungsdaga til að taka til í gallerýinu, svona vorhreingerningu sem við gerum á hverju ári. En þegar sól er þá njótum við útiverunnar á Selfossi. Okkar fallegi bær er góður í að njóta veðurblíðunar, sérstaklega í grónum hverfum. Við gerum grín að því að við séum í 101 Selfossi því við erum mjög stutt frá miðbænum.
Ég er búin að vera léleg með símann á lofti til að taka myndir, fyrir mér er það meira að njóta en að vera með friðaspillir mér við hönd. En ég er svo heppin að maðurinn minn er duglegur við þetta, þó mér finnist þetta stundum einum of mikið :)
Við erum byrjuð að hugsa fyrir Jólum, og vorum að gera kanilstangirnar klárar í þessi hér

Ef þið hafið áhuga er ágætt að senda mér línu því þau eru framleidd í takmörkuðu magni.
Jæja þá er ég búin að ausa úr mér í dag og er á leið út að fá mér morgunkaffið.
Njótið dagsins, kær kveðja Helga í Töfraljósum.
Comments