top of page

Tenerife og tásumyndir...

Við höfum ekki tekið neinar tásumyndir enda nóg að gera að hitta góða vini og spjalla.

Mikill hiti og raki fyrir svona hreinræktaða íslendinga með kalt blóð :), við höfum verið á flótta undan sólinni því skal engann undra þó við komum skjanahvít heim úr þessari paradís. Ég er sjálf lítið á fésinu en þeir sem vilja fylgjast með okkur þá er ég Frú Elínborg þar og oft eru settar skemmtilegar myndir af mér og mínum ekta maka af honum,



 

Reyndar er hausinn minn á fullu hér að spá í ilmi og nú fer ég að lalla í ilmbúðirnar til að finna og skoða hvaða trent er í gangi sambandi við ilmi. Ég er alltaf að skoða í hausnum hvaða ilmi ég að bjóða uppá í glösunum sem ég er að koma með og fer að gera þegar ég kem heim.


Gerði prufu áður en ég fór að heiman og bjó til Sjávardraumskerti úr soyjavaxi, kom ótrúlega vel út ósaði ekki og brann niður hjá mér og lítið sem ekkert eftir í botni nema öryggisvaxið sem á að vera eftir sem er jafnhátt kveifætinum, ekki arða eftir í hliðunum og ég brenndi þetta kerti í 57 klukkustundir. Svo ég myndi segja 60 - 65 klst í eðlilegri brennslu, (hmmm ég gleymdi mínu í 12 klst en glasið þoldi það ).




 


Við fórum á Nostalgiu Íslenska Barinn og fengum okkur hinn himneska Mojhito sem Hedda gerir af snild.










Jæja þá látum við þetta duga í bili,

þangað til næst,

Kær kveðja úr paradísareyjunni,

Helga í Töfraljósum

Comentarios

Obtuvo 0 de 5 estrellas.
Aún no hay calificaciones

Agrega una calificación

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page