top of page

Takk fyrir að kíkja..

á okkur í gær 21. nóvember á Ljósakvöldi Selfossbæjar, þetta var skemmtilegt kvöld og við nutum þess að fá ykkur í heimsókn alltaf gaman að fá gesti sem njóta þess að finna ilminn af kertunum okkar.


úti á palli hjá Töfraljósum, úrval ilmkerta.
Töfraljós, verið velkomin

Við hefðum vijað hafa smá snjó til að fá meiri stemmingu en það er ekki á allt kosið, en takk aftur allir þeir sem komu til okkar.Við höldum okkar striki og bætum í hillurnar þannig að okkar von að allir fái sinn jólailm og geti notið rólegheita og kertaljósa

í aðventunni, látið stressið ekki keyra ykkur yfir þannig að þið njótið ekki hátíðarinnar sem í hönd fer eftir nokkrar vikur. 

Við bættum á síðuna í gær Jólatrjánum okkar, við eigum eftir að bæta við litum og ilmum

á þá síðu og ætti það að koma inn um helgina.


Þessi kerti eru vinsæl hjá þeim sem vilja hafa netta aðventukransa, svo fylgja kassar með þeim þannig þau eru tilbúin sem gjöf.
 

Svo tökum ég smá pásu í næstu viku því þá fer ég í mitt mánaðar viðhald :) en það tekur 3 daga en á meðan mun maðurinn minn með glöðu geði afgreiða ykkur sem kíkið á okkur.

Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum.

Commenti


Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page