top of page

Töfraljós verður.....

25 ára á næsta ári. Þetta er búið að vera endalaust ævintýri.

Frá því að yfirtaka eldhúsið í það að flytja yfir í litla húsið mitt á baklóðinni.



ilmkerti made in kitchen my first year 1999

Þessi skemmtilega mynd

er mjög svo eftiminnileg öllum í fjölskyldunni

því kertin fóru í ísskápinn til kælingu og allur matur var smitaður af ilmum eða bara eingöngu kerti í honum.


Á endanum var mér komið fyrir í bakhúsi sem átti að vera geymsla fyrir dekk og önnur verkfæri. En ísskápurinn fylgdi mér því hann var orðin partur af kertagerðinni og það var ákveðinn ilmur sem kom úr honum sem var ekki matarilmur :).


Nú þegar ég pára þetta þá verður mér hugsað til þeirra þrotlausu vinnu að blanda ilmi og að vera enn með þokkalega gott nef enn og lungu, sem segir mér að ég hef veðjað á réttan hest, þegar kom að vali á vaxi og þeim sem framleiða grunn ilmina.

Næsta ár verður spennandi og við ætlum að halda uppá það með alskonar viðburðum á netinu og aldrei að vita nema við skellum í afmælisveislu :)

En til að fá að vita um það sem við gerum á næsta ári

er nauðsynlegt að skrá sig á póstlistann.

Við þökkum þeim sem hafa verið duglegir að fylgja okkur í þessari vegferð og verið duglegir að deila reynslu sinni af kertunum okkar :)



Þetta er fyrsti lagerinn okkar, mér þykir ofurvæntum þessa mynd.








Hluti af lagernum í dag,

smá mismunur en alltaf jafn gaman.







Þanngað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page