top of page

Sumarið er tíminn eða gleymdi það Suðurlandinu

Já þetta ætlar að vera blaut sumar hér á Suðulandinu, við höfum kynnst því fyrr og vonum að veturinn verði okkur hliðhollur :) Oft hefur verið góð kertasala á þessum tíma en þetta sumar ætlar að slá öll met :) greinilegt að það er sótt í sumarilmi sem okkur vantar,t.d Sveitarómantík sem er ilmur af nýslegnu grasi hefur verið vinsæll það sem er af sumri.

Svo eru það kokteililmirnir okkar sívinsælir því þeir minna á sól og strandlíf sem við öll þráum sem búum hér á norðurhveli, en þurfum að sækja svo langt.


 Við erum enn að vona að sumarið komi, og dveljum um helgar á Laugarvatni í von um að sjá til sólar :) en það hefur verið frekar lítið um það, þessi mynd hér var tekin í byrjun júní, og var það ein af okkar bestu dögum sem við höfum haft í þessum útilegum okkar þetta sumarið.


 

Við fylgdumst með áhuga á strákanna okkar á HM þó að þeir hafi ekki komist áfram þá erum við stolt að því að hafa yfirleitt komist þar inn, það var bara ekki sjálfgefið fyrir svona litla þjóð að geta þetta, takk fyrir frábæra skemmtun sem þið strákar gáfu okkur.

Takk í dag og við höldum áfram að færa ykkur fréttir af okkur í smá pistlum eins og þessum :) kær kv. Helga í Töfraljósum.

Commenti


Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square