top of page

Sumar í hjarta....


Ég hef verið að gera kerti sem aðeins eru gerð einu sinni á ári, og yfirleitt bara 3 í setteringu. Þessi kerti eru yfirleitt ekki sett í netverslunina, þar sem þau eru mis auðveld í flutningi og vegna þess hversu fá þau eru.


Ég er farin að gera Lavenderinn í glösum fyrir sumarið því ég reikna með að við fáum alveg nóg af lúsmýi hér á Suðurlandi. Svo er að gera "Ugly kertin" en það eru sterk sítrónukerti til að hafa úti við.

 

Mér hefur dottið í hug að bæta við þessa flóru reykelsum, hef ekki haft þau til sölu í nokkur ár en á alltaf til stangir til að setja ilm í. Þið megið alveg komennta á hvort þið vilduð geta keypt fersk reykelsi, n.b. þau eru mun sterkari en þau sem eru innflutt, þar sem eftir c.a 4 vikur þá eru þau tilbúin og ég sel þau ekki eftir að ilmurinn dofnar.

Mundi selja þau í stykkjatali, og sleppa því að pakka þeim inn.


 

Þar sem Þorsteinn er frá Akureyri þá er okkur oft hugsað til norðanmanna hversu þungur veturinn er þeim, meðan við hérna fyrir sunnan getum hagað okkur eins og á vordegi, þó við finnum fyrir frosti, þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af snjóflóðum og fannfergi til að hindra okkar för.


Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum
Comentários


Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square