top of page

Nýtt að......

Já við erum að fara á aðeins aðra línu en við höfum verið á,

og mun það sjást að haustinu hvað um er að ræða.

Eins erum við að vinna í útikertum sem eru friðarkerti að vetri en hægt að brúka sem "Ugly sítrónukerti" að sumri. Þau eru passa í stjaka sem við munum líka hafa til sölu og hægt er að nýta aftur og aftur.


Hér á myndinni til hægri er mynda af annari gerðinni af stjökum sem við munum vera með til sölu.


 

Sólin hefur gælt við Suðurlandið undan farnar vikur og því er lítið búið að vinna hér í kertagerðinni, en meira farið í að dytta að utanhús. En við erum að undirbúa að fara í jólakertin núna af krafti. Enda verður tekið árlegt frí í September og ekki opnað aftur fyrr en í október. þannig að þeir sem vilja ná sér í góð ilmkerti fyrir haustið er bent á að panta á netinu eða koma til okkar á Selfossi.

Þá er ekki meira í bili, þangað til næst. Kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments


Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page