Nú tökum við frí...
Svona til að ergja seðlabankastjóra þá erum við á leið á Tenerife.
Kannski fáið þið tásu mynd þaðan :)
Við munum loka fyrir pantanir frá 14. maí en þá fer ég í svokallað viðhald sem ég geri í hverjum mánuði og svo opnum við aftur 10. júní. En við munum setja símanúmer sem hægt er að ná í til að kíkja í Gallerýið.
Við viljum minna á að sumarkertin okkar eru komin í hillurnar og eru nauðsynleg gagnvart mýi.
Við erum að svo að skella upp Ugly kertunum í hillurnar :) sem eru nauðsynleg í útilegurnar.
Við munum bæta við einum til tveimur ilmum í dósa kertin, en nú er komin Lavender og Sjávardraumur í þær. Í þau kerti er notað 100% soyjavax sem við notum gjarnan spari, því það er dýrt í innkaupum.
En vonandi er vorið mætt á skerið og við getum búist við snjóléttu sumri. Við sjáum að blómin í kerjunum eru farin að stinga upp kolli svo þetta er allt að verða eðlilegt :)
Þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum
Comments