top of page

Nú líður að....

kannski jólum :) og við ætlum sem áður að taka niður öll sumar kerti úr hillunum og af vefsíðunni. Við gerðum það ekki í fyrra og því fengu viðskiptavinirnir oft mikinn valkvíða þegar þeir stigu inn hér eða leituðu á vefsíðunni. Þannig að þeir sem ætla að ná að versla kertin sem tilheyra sumarilmum ættu að drífa sig. Hér er nokkur kerti sem munum hverfa úr hillunum og sjást ekki fyrr en fer að vora á ný.


Við höfum smá von um að geta afhent útikertastjakanna áður en við tökum frí í September. Við munum senda út tilkynningu til þeirra sem hafa þegar pantað, þar sem þeir eru í takmörkuðu upplagi og við viljum reyna koma þeim sem fyrst í hendurnar á ykkur svo þið getið notið þess að sitja að haustinu úti við fallegt kertaljós.


Svona til að segja ykkur þá erum við að vinna í Vanillu Línunni, sem þið sem elskið vanillu getið valið fleiri tóna af vanilluilmi.

Nú á næstunni kemur Vanilla og Einiber, haust ilmur sem við veðjum á að verði ansi vinsæll.

Vanilla og Kanill verða svo jóla Vanillan í ár :)


 

Við erum að reyna að halda í við verð hjá okkur en við getum ekki lofað að það verði ekki einhver hækkun með haustinu, það fer allt eftir hvernig þróunin verður í flutningi til landsins en þar er orðin mesti kostnaðurinn þegar við erum að ná okkur í hráefni til vinnslu.

Enn þegar jólailmirnir síga inn á vefsíðuna endilega pantið eða komið hingað til okkar. Þar sem þetta er ekki fjöldaframleiðsla þá er betra vera í fyrra laginu að nálgast kertin hjá okkur. Sumt verður hægt að panta fyrirfram eins og aðventukerti. Þau verða sett fljótlega inn og verða bara seld í forpöntun. Ekki verður hægt að versla þau beint hér í gallerýinu.


 

Þetta er þá búið í bili en þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments


Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.